Skírnir - 01.01.1978, Page 29
SKÍRNIR
2141 LESANDI
27
svör bárust frá 720 lesendum, eða 17,6% af útsendum spurninga-
listum. Hér á eftir verður hún kölluð bók 1 og fjallað um les-
endur Snjólaugar sem leshóp 1.
2) Allt var pað indcelt strið eftir Guðlaug Rósinkranz. Bókin
er endurminningar Guðlaugs og segir m.a. frá stofnun Þjóðleik-
liússins og starfi hans sem þjóðleikhússtjóra. Bókin kom út í
nóvember 1977, skömmu eftir lát höfundar. Upplagið var 2895
eintök, en 364 svör bárust eða 12,5% af útsendum listum. Bókin
er hér á eftir nefnd bók 2 og fjallað um lesendur Guðlaugs sem
leshóp 2.
3) Heimsmetabókin þín (Guinness Book of Records). Rit-
stjórn og söfnun efnis: Norris McWhirter. Ritstjóri íslensku
útgáfunnar: Örnólfur Thorlacius. — Bókin er sérstæð að efni,
segir frá heimsmetum af margvíslegu tagi og er hún ríkulega
myndskreytt. Hún er prentuð og að fullu frágengin erlendis,
en textinn þýddur og settur hér á landi. Bókin kom út í október
1977, 4724 eintök alls, og seldist bókin upp fyrir jól að sögn
útgefanda. Svör bárust frá 1057 lesendum, eða um 22,3% af
útsendum spurningalistum. Hér á eftir er fjallað um bókina
sem bók 3 og lesendur Heimsmetabókar sem leshóp 3.
Alls voru því útsendir spurningalistar 11.695 talsins. Lesendur
voru beðnir að póstleggja svör sín fyrir lok janúarmánaðar, sér
að kostnaðarlausu, en áritað og stimplað umslag fylgdi listan-
um til endursendingar. Alls bárust 2197 svör, en 56 reyndust
ónothæf og eru ekki meðtalin hér að framan. Urðu þátttak-
endur í könnuninni því alls 2141. Sem sjá má er svarahlutfall
nokkuð breytilegt eftir bókum. Ekki fengust upplýsingar um
seldan eintakafjölda af fyrri bókunum tveimur, en Heimsmeta-
bókin seldist upp. Ef gert er ráð fyrir að svipað hlutfall af les-
endum Snjólaugar og Guðlaugs og af lesendum Heimsmeta-
bókar hafi skilað svörum, eða um það bil 22%, má ætla, að bók
1 hafi selst í um það bil 3240 eintökum en bók 2 í um það bil
1640 eintökum. Bæði upplag og áætluð sala þessara þriggja bóka
er meira en að meðallagi gerist á íslenskum bókamarkaði, og
a.m.k. ein þeirra, bók 3, hefur komist í hóp metsölubóka. Um
þátttökuna má geta þess til samanburðar að í könnun sem Þor-
björn Broddason gerði 1969, og nánar segir frá hér á eftir, bár-