Skírnir - 01.01.1978, Page 30
28
HRAFNHILDUR HREINSDOTTIR
SKÍRNIR
ust alls 587 svör við spurningalistum með þremur bókum, eða
um 25% af áætlaðri sölu þeirra samanlagt þegar könnun lauk.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum helstu niður-
stöðum af svörum þátttakenda í könnuninni. Svörin verður að
skoða í ljósi þess að hér er oft spurt um efni sem fólk getur átt
erfitt með að gera sér nákvæmlega grein fyrir. En ekki er ástæða
til að ætla annað en þátttakendur hafi svarað spurningunum
eftir bestu vitund. Og hafa ber í huga að það sem hér segir á
fyrst og fremst við þá 2141 lesendur sem spurningunum svöruðu,
en ekki er heimilt að alhæfa svörin um allan kaupendahóp bók-
anna, hvað þá íslenska lesendur almennt. En ekkert virðist því
til fyrirstöðu að það sem á við þá lesendur sem tóku þátt í
könnuninni geti einnig átt við um marga aðra.
1. 2. Aðrar athuganir
Áður en lengra er haldið verður að geta þeirra athugana sem
hér á landi hafa verið gerðar á bóklestri og lestrarvenjum. Lang-
mesta verk af því tagi er rannsókn Símonar Jóh. Ágústssonar
á lestrarvenjum skólabarna í Reykjavík sem hann gerir grein
fyrir í riti sínu Börn og bcekur.2 En þar sem efni hans er að
mestu óskylt því sem hér verður um fjallað er ekki reyndur
samanburður. Aftur á móti hafa verið gerðar þrjár kannanir
sem hér verður rennt augum til, og fer hér á eftir stutt lýsing
á framkvæmd, markmiðum og niðurstöðum þeirra.
1) Richard F. Tomasson: The Literacy of the Icelanders. í
þessari grein gerir höfundur grein fyrir könnun sem hann gerði
á árinu 1971. Framkvæmd hennar var með þeim hætti, að tekið
var úrtak 100 einstaklinga úr þjóðskrá, fæddra 1903—1950.
Hafði hann viðtöl við þá, til þess að kanna almenna bókmennta-
þekkingu, bókaeign og bóklestur. Helstu niðurstöður hans voru,
að karlmenn hefðu meiri þekkingu á bókmenntum en konur,
en óverulegur munur væri á þeirri þekkingu eftir búsetu.
Menntun hefði áhrif í þá átt, að bókaeign menntamanna væri
meiri og þekking þeirra einnig. Og að lokum höfðu þeir sem
fæddir voru eftir 1937 almennari þekkingu á bókmenntum.3
2) Þorbjörn Broddason: Um dreifingu bóka á íslandi og i