Skírnir - 01.01.1978, Page 31
SKÍRNIR
2141 LESANDI
29
Svíþjóð. Höfundur gerir grein fyrir könnun sem hann stóð
fyrir á árunum 1969—1970. Framkvæmd hennar var þannig
hagað, að spurningum var dreift með Ijóðabók og tveimur
frumsömdum skáldsögum, Innlöndum eftir Hannes Pétursson,
Önnu eftir Guðberg Bergsson og 1 álögum eftir Magneu frá
Kleifum, öllum í fyrstu útgáfu. Tilgangur rannsóknarinnar var
að afla upplýsinga um hverjir kaupa ákveðnar tegundir bóka,
og hver önnur sameiginleg einkenni fylgdu líkum bókmennta-
smekk. Einnig var leitast við að svara, hvernig vitneskja um
nýjar bækur bærist til fólks. Helstu niðurstöður voru þær, að
bókasmekkur væri kynbundinn, menntun hefði áhrif á bókaval
og að röðun í starfsálitsflokka hefði nokkurt forsagnargildi fyrir
bókmenntasmekk. Vísbending kom í ljós í þá átt, að frekar
væri um tvær bókmenntahefðir að ræða en eina á meðal les-
enda.4
3) Þórir Ólafsson: Bóklestur og menntun. Markmið höfundar
var að kanna hvort greinilegur mismunur væri á því, hvernig
Islendingar fullnægja lesþörfum sínum. Til þess valdi hann tvo
hópa ólíkrar menntunar, þ.e. 22 Sóknarkonur og 22 BHM-
konur, fæddar á árunum 1940—45, og allar búsettar í Reykjavík.
Könnunin var gerð fyrri liluta árs 1975. Helstu niðurstöður
voru þær, að menntun kvennanna skipti þeim í tvo aðgreinda
menningarhópa. Bókaöflun, tíðni bóklestrar, tegundir lesinna
bóka, umræða um bókmenntir, notagildi og upplifun efnis
reyndust með mjög ólíku sniði hjá þessum tveimur hópum.5
Hér á eftir verður vikið að athugunum þeirra Tomassons,
Þorbjarnar og Þóris, efnisatriðum og niðurstöðum eftir því sem
ástæða þykir til. En augljóst er að framkvæmd þeirra og mark-
mið er svo ólíkt að samanburði verður ekki komið við nema
að litlu leyti.
2. BÆKUR OG LESENDUR
2.1. Inngangur
Nú verður leitast við að gera grein fyrir þátttakendum, sam-
setningu liópsins eftir kyni, aldri, menntun, starfsstétt og bú-
setu, og svo lestrarvenjum þeirra.