Skírnir - 01.01.1978, Síða 32
30
HRAFNHILDUR HREINSDÓTTIR
skírnir
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands um mann-
fjölda á landinu 1. desember 1977 voru landsmenn alls 222.055.
Karlar 112.043 en konur 110.012 og karlar því 0,09% fleiri en
konur.6 Meðal þátttakenda í könnuninni voru karlar hins vegar
fjórðungi fleiri en konur, 1230 karlar en 911 konur. (2.2.)
Ef aldur þátttakenda er á sama hátt borinn saman við aldurs-
skiptingu landsmanna í heild, skv. sömu heimild, kemur í ljós
að lesendur eru tiltölulega ungir að aldri, 56% þátttakenda eru
á aldrinum 10—29 ára, en 46,2% landsmanna eru á þeim aldri,
og er munurinn því um 10%. Þátttakendur eldri en 60 ára eru
nokkru færri en landsmenn á þessum aldri, og munar um 6%.
(2. 3.) Þetta kann að stafa af því að bækur þær sem hér um
ræðir höfði einkum til ungs fólks, eins og vikið verður að, eða
það sé viljugra til að svara.
Erfiðara var að koma við samanburði á menntun og starfs-
stéttaskiptingu þátttakenda og landsmanna í heild. Um mennt-
un landsmanna fengust engar nothæfar upplýsingar til saman-
burðar. En í Hagtíðindum eru upplýsingar um framteljendur
á landinu árið 1976 og skipingu þeirra eftir kyni og starfsstétt.7
Ljóst er að samanburður verður óraunhæfur, meðal annars
vegna þess hversu margt er um húsmæður og skólanema á meðal
þátttakenda, eða samanlagt 39%. Ef engu að síður er reynt að
bera saman upplýsingar Hagtíðinda við starfsheitaskiptingu
þátttakenda hér á eftir (2. 4.) koma í ljós áþekkar tölur í hóp
fólks sem vinnur verslunar- og þjónustustörf: 20% þátttakenda
og 22,5% framteljenda; bænda: 8% þátttakenda og 6% fram-
teljenda; og iðnaðarmanna: 7% þátttakenda en 11% framtelj-
enda. Meiru munar á hóp embættis-, athafna- og menntamanna
annars vegar: 4% þátttakenda en 14,5% framteljenda; og sjó-
manna, verkamanna og annarra ófaglærðra starfsmanna hins
vegar: 18% þátttakenda en 30% framteljenda. En sem fyrr segir
er þessi samanburður svo hæpinn að lítið er upp úr honum
leggjandi.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands um búsetu
landsmanna árið 1977 bjuggu 74% þjóðarinnar í Reykjavík og
kaupstöðum landsins, en 26% i kauptúnum og sveitum.8 Búseta
þátttakenda í könnuninni kemur alveg heim við þessa skiptingu,