Skírnir - 01.01.1978, Page 35
SKÍRNIR
2141 LESANDI
33
tölulega fjölmennari en karlar í öllum aldurshópum lesenda
Snjólaugar fram að fertugu, en þá snýst dæmið við. Af karl-
mönnum sem lesa Snjólaugu eru 37% komnir yfir fertugt, en
15% kvenna.
Þessu er öfugt farið á meðal lesenda Heimsmetabókar, karlar
fjölmennari í aldurshópunum upp að þrítugu, en þá taka konur
við. Af lesendum Guðlaugs eru aðeins 10% undir þrítugsaldri
og enginn yngri en 16 ára gamall. Flestir lesendurnir, 61%,
eru komnir yfir fimmtugt.
Um það bil 30% af lesendum bæði Snjólaugar og Heims-
metabókar eru á tvítugsaldri, yngstu lesendurnir aðeins 10 ára
gamlir, og einn var 9 ára. 16,5% af lesendum Heimsmetabókar
eru 10—15 ára að aldri. Ásamt hinni skýru kynskiptingu les-
hópanna leiðir þetta liáa hlutfall kornungra lesenda hugann
að því hvort þessar bækur eigi á einhvern hátt skylt við algengar
bækur á barnabókamarkaði — þar sem mikið er um hvort
tveggja, léttar og einfaldar afþreyingarsögur og litprentaðar
myndabækur og í annan stað er skýr lína dregin milli drengja-
bóka og stúlknabóka.
Hitt er sjálfsagt ofur eðlilegt, að lesendur Guðlaugs Rósin-
kranz séu flestir komnir um eða yfir miðjan aldur, samtíma-
rnenn höfundarins sem fyrirfram þekkja til hans og æviferils
hans.
2. 4. Þátttakendur og starfshópar
Upplýsingar um hagi þátttakenda í könnuninni takmörkuðust
við menntun og starfsheiti þeirra. Reynt var að flokka þátt-
takendur eftir starfsstéttum með hliðsjón af „starfsálitsflokkun“
sem Þorbjörn Broddason hefur gert og notað í fyrrnefndri grein
sinni um dreifingu bóka.10
Starfsálitsflokkar Þorbjarnar eru þrír, en auk þess taldi hann
húsmæður sér í flokk. Hér eru hóparnir hins vegar sjö. Hópar
1 og 2 samsvara í meginatriðum tveimur fyrri flokkum Þor-
bjarnar, en hópar 3—5 þriðja flokki hans. Hér eru bændur
taldir sér í hóp og iðnaðarmenn sér, en lægri embættismenn,
svo sem kennarar á grunnskólastigi, taldir með fólki sem stund-
3