Skírnir - 01.01.1978, Page 39
SKÍRNIR
2141 LESANDI
37
Guðlaugs, 12,5% af lesendum Heimsmetabókar og 8% af les-
endum Snjólaugar hafa lokið stúdentsprófi, kennaraprófi eða
prófum frá tækniskólum og háskólaprófi.
Ef skipting í menntunarhópa eftir kynjum er skoðuð sést, að
karlar eru í meirihluta í hópi framhaldsmenntaðra, munurinn
er mestur hjá þeim sem lokið hafa háskólaprófi. Einnig er verk-
menntun meiri hjá körlum, varla óeðlilegt vegna þess hugarfars
sem ríkt hefur um kynbundin störf. Aftur á móti er alls enginn
munur á fjölda karla og kvenna sem lokið hafa stúdentsprófi,
Sé aftur litið á könnun Þorbjarnar Broddasonar til saman-
burðar sést, að þar var menntun þátttakenda öðru vísi farið.
Tiltölulega margir af lesendum tveggja bóka af þremur, ljóða-
bókarinnar Innlanda og skáldsögunnar Önnu, eða 17—29%,
höfðu ýmist lokið stúdents- eða háskólaprófi. Aftur á móti höfðu
lesendur þriðju bókarinnar, I álögum, minni menntun að baki.
Af þátttakendum í könnun Þorbjarnar í heild höfðu 13% lokið
háskólaprófi, en aðeins 4% þátttakenda í þessari könnun.12
2. 6. Búseta þátttakenda
Búseta þátttakenda er dreifð um land allt. Mismunur á bú-
setu eftir kynjum er ekki mikill, þó verður hann mestur um 8%.
Búseta Bókl % Bók 2 % Bók 3 % % alls Alls
Reykjavík 20 36 32 29 613
Kóp/Garð/Ha£n Seltj/Mosf. 9 10 12 10 221
Aðrir kaupstaðir 34 27 36 34 725
Kauptún/sveit 36 25 20 26 562
Osvarað erlendis 1 2 1 1 20
AIls 720 364 1057 2141
Eins og fram kemur á töflunni búa 39% þátttakenda á höfuð-
borgarsvæðinu og 34% búa í öðrum kaupstöðum. Loks búa í
dreifbýli, sveit eða kauptúnum, 26% þátttakenda.