Skírnir - 01.01.1978, Page 42
40 HRAFNHILDUR HREINSDOTTIR SKIRNIR
á flokkana eftir lesiðni. Eiginlega má segja að hópurinn skiptist
til helminga, þá sem segja sig lesa tiltölulega mikið og reglu-
lega, fleiri en 26 bækur á ári, og hlýtur því bóklestur að vera
umtalsverður þáttur í frístundavenjum þeirra; og þá sem minna
lesa og sjaldnar, færri en 26 bækur á ári, eftir þessum mæli-
kvarða; 49% þátttakenda eru í hvorum hóp.
Ekki er mjög mikill munur á leshópum eftir lesiðni þeirra.
Lesendur Snjólaugar lesa flestar bækur, .55% þeirra lesa mikið,
en lesendur Guðlaugs fæstar, 40% lesa mikið. Um 47% af les-
endum Eleimsmetabókar lesa mikið eftir þessum mælikvarða.
Þessar niðurstöður má bera saman við athuganir Richard
Tomassons, Þóris Ólafssonar og Þorbjarnar Broddasonar.
Richard Tomasson spurði þátttakendur í könnun sinni að
því hvað þeir teldu sig hafa lesið margar bækur á undanförnu
ári, og einnig hvað þeir hefðu lesið margar bækur undanfarinn
mánuð. Svörin voru, að 4% þátttakenda sögðust enga bók hafa
lesið undanfarið ár, 24% höfðu lesið 1—4 bækur, 27% höfðu
lesið 5—9 bækur, en 19% höfðu lesið 20 bækur eða fleiri. Þegar
spurt var um bóklestur undanfarinn mánuð reyndust aftur á
móti 48% enga bók hafa lesið, 39% höfðu lesið 1—2 bækur,
og 13% 3 bækur eða fleiri.14
Þórir Ólafsson skipaði þátttakendum í sinni könnun í flokka
eftir lesiðni þeirra með sama hætti og Öystein Noreng. Niður-
staðan varð, að 45,5% þátttakenda töldust lesa rnikið, 31,5%
lásu að staðaldri, 11,5% lásu lítið, og 11,5% lásu ekki bækur.15
Þorbjörn Broddason kannaði hversu margir þátttakendur í
könnun hans hefðu lesið 50 bækur eða fleiri árið á undan. Ef
tölur eru dregnar saman reyndust 20,5% allra þátttakenda hafa
lesið svo mikið, sem er nánast sambærileg niðurstaða við þessa
athugun. Það kemur einnig heim við það sem áður var sagt
að af þátttakendum Þorbjarnar reyndust lesendur Magneu frá
Kleifum lesa mest, 25,7% þeirra höfðu lesið fleiri en 50 bækur
árið á undan.16
Eins og sjá má er allmikill munur á niðurstöðum Tomassons
og Þóris og þessum athugunum, að svo miklu leyti sem saman-
burði verður komið við. Hafa ber í huga að þátttakendur í
könnun Tomassons voru valdir eftir þjóðskrá, en þátttakendur