Skírnir - 01.01.1978, Page 45
SKÍRNIR
2141 LESANDI
43
3. 4. Lesiðni og starfshópar
í þessum kafla verður reynt að athuga, hvort starfsstétt þátt-
takenda hefur áhrif á lesiðni þeirra.
Fjöldi sth. sth. sth. sth. sth. sth. sth. ósv. Alls
bóka 1 2 3 4 5 6 7
% % Ol /0 % % % Ol /0 %
© 1 1 8 6 9 8 3 6 2 135
6-15 41 28 30 36 24 25 19 12 539
16-25 24 15 23 20 19 20 14 17 377
26-50 22 27 23 23 26 26 28 36 568
yfir 50 10 20 13 12 21 22 31 33 473
ósvarað 1 1 6 0 2 4 2 1 49
Alls 87 428 159 154 383 346 489 95 2141
(Um skiptingu í starfshópa sjá 2.4.)
Ef litið er á starfshóp 1, lesa flestir 6—25 bækur á ári, eða
65%, fáir lesa meira en 50 bækur og enn færri lesa 5 bækur eða
færri, þ.e. aðeins 1%. Starfshópar 2, 5 og 6 lesa álíka margar
bækur, þó lesa heldur færri húsmæður, eða 3% þeirra, mjög
fáar bækur, þ.e. 0—5 bækur á ári. Um það bil 21% af þessum
hópum lesa yfir 50 bækur á ári. Starfshópar 3 og 4 eru einnig
svipaðir, 36% bænda lesa 15 bækur eða minna og 45% iðnaðar-
manna, en af starfshópunum virðast iðnaðarmenn lesa fæstar
bækur. Starfshópur 7, þ.e. skólanemar, lesa langflestar bækur af
öllum þátttakendum, 59% þeirra lesa yfir 25 bækur á ári. Hér
er eflaust eitthvað talið með af skólabókum, en einnig hefur
fólk á þessum aldri rýmri tíma eins og áður var vikið að.
Auk skólanema og húsmæðra er mest lesið í starfshópum 2
og 5, 47% þátttakenda í þessum hópum lesa mikið, eða fleiri
en 25 bækur á ári. Eftirtekt vekur að þátttakendur sem ekki
tilgreina starfsheiti í svörum sínum eru margir í hópi þeirra
sem mikið lesa.
Þessi athugun bendir því til þess að bóklestur sé algeng sið-
venja í öllum starfsstéttum. Auk unga fólksins og húsmæðranna
virðist annars vegar fólk sem vinnur verslunar- og þjónustu-