Skírnir - 01.01.1978, Síða 46
44 HRAFNHILDUR HREINSDOTTIR SKIRNIR
störf, og hins vegar verkafólk, sjómenn og annað ófaglært starfs-
fólk lesa hvað mest.
3. 5. Lesiðni og menntun
Flestir álíta menntun hafa langmest áhrif á lesiðni manna.
Samt kemur í ljós, að langflestir þátttakendur lesa frá 6 til 50
bækur á ári, óháð menntun.
Fjöldi bóka B.U. crf /0 G.L.G. % Verkm. % S.K.T. % Hásk. % Önn. 07' /0 Ósv. °f /0 Alls
0- 5 7 6 10 6 1 8 3 135
6-15 21 22 33 30 28 37 21 539
16-25 18 17 17 15 21 10 22 377
26-50 25 28 25 28 33 19 29 568
yfir 50 27 25 13 19 16 19 24 473
ósvarað 3 2 2 1 0 8 2 49
AIls 569 631 441 158 81 63 198 2141
(Um skiptingu í menntunarhópa sjá 2.5.)
Segja má, að þátttakendur skiptist í tvo jafna hópa eftir les-
iðni. Helmingur þeirra les frá 0—25 bækur á ári, en hinn helm-
ingurinn les meira en 25 bækur á ári.
Fáir háskólamenntaðir menn lesa mjög lítið, 5 bækur eða
færri á ári, en tiltölulega margir þátttakendur með verkmennt-
un, 10% þeirra, lesa svo lítið. Flestir háskólamenntaðir þátt-
takendur, eða 33% þeirra, lesa nokkuð mikið og reglulega,
26—50 bækur á ári. Úr þeirra hópi og verkmenntaðra þátttak-
enda koma fæstir í flokk þeirra sem lesa mjög mikið. Þeir þátt-
takendur sem lesa mjög mikið hafa flestir litla menntun að
baki, barna- og unglingapróf, eða gagnfræðapróf, landspróf og
grunnskólapróf, eða 26%, og kemur þar að vísu til fjöldi skóla-
nema á meðal þátttakenda, auk þeirra sem ekki tilgreina mennt-
un. Af þeim þátttakendum sem lesa fleiri en 50 bækur á ári
hafa 17,5% háskólamenntun eða tæknimenntun, kennaramennt-
un og stúdentsmenntun.
Þannig gefur þessi athugun ekki til kynna að lesiðni aukist
með vaxandi menntun. Þvert á móti virðast þeir þátttakendur