Skírnir - 01.01.1978, Page 47
SKÍRNIR
2141 LESANDI
45
sem minni menntun liafa lesa meira en hinir sem lengri skóla-
göngu hafa notið — með þeim fyrirvara sem áður getur um
fjölda skólanema á meðal þátttakenda. Þetta kemur í megin-
atriðum heim við þá niðurstöðu sem áður var lýst um samhengi
milli starfsstétta og bóklestrar.
Samhengi menntunar og bóklestrar var viðfangsefni Þóris
Ólafssonar í könnun hans 1975, og komst Þórir að þveröfugri
niðurstöðu við þá sem hér er lýst. Af háskólamenntuðum kon-
um í BHM, sem könnun hans tók til, töldust 59% lesa mik-
ið, en 32% starfsstúlkna úr Sókn. Og 18% Sóknarkvenna, en
5% BHM-kvenna, sögðust ekki lesa bækur.17
3. 6. Lesiðni og búseta
Fjöldi bóka Reykja -vik Oi /o K.G.H. Aðrir S.M.* kaups. % % Kaupt. Sveit % Ósv. % Alls
0- 5 8 7 5 5 10 135
6-15 27 28 23 25 45 539
16-25 16 13 17 21 15 377
26-50 25 23 28 28 15 568
yfir 50 21 29 26 18 5 473
ósvarað 3 1 1 3 10 49
Alls 613 221 725 562 20 2141
*Kópavogur, Garðabær, Hatnarfjörður, Seltjarnar-
nes, Mosfellssveit.
Á töflunni er sýnt samspil búsetu og lesiðni þátttakenda. Þess
ber að geta, að lesendur í dreifbýli virðast lesa jafnar en aðrir
og fáir þeirra lesa mjög mikið. Kannski er ástæðan sú, að bóka-
söfn eru færri, minni og ekki eins aðgengileg og í þéttbýli.
Einnig getur verið, að þeir skipuleggi tíma sinn í fastari rás.
1 Ijós kemur, að búseta þátttakenda hefur óveruleg áhrif á
lesiðni þeirra.
3. 7. Um bókmenntasmekk
Til þess að kanna smekk þátttakenda á bækur og bókmenntir,
eða hvaða bækur þeir lesa, voru þeir spurðir um 7 bókaflokka