Skírnir - 01.01.1978, Side 49
SKIRNIR
2141 LESANDI
47
og sannsögulegum frásögnum, en innan við helmingur hópsins,
170 (47%), merkir við þýdd skáldverk. í öllum leshópum merkja
mun fleiri konur en karlar við skáldsögur, og munar sumstaðar
miklu. Gleggstur er munurinn á meðal lesenda Heimsmeta-
bókar, 55% karla en 77% kvenna í þeim hóp merkja við flokk-
inn íslenskar skáldsögur. í öllurn leshópunum lesa mun fleiri
konur en karlar þýddar skáldsögur, og er munurinn 12—15% í
hópunum.
Ævisögur og endurminningar, ferðasögur og þjóðlegur fróð-
leikur njóta á hinn bóginn rneiri liylli karla en kvenna. Þótt
munurinn sé ekki eins skýr og í skáldsagnahópunum munar
sumstaðar miklu. í leshópi Snjólaugar merkja þannig 35%
karla en 19% kvenna við flokkinn ferðasögur, 51% karla en
29% kvenna við þjóðlegan fróðleik, sem annars nýtur umtals-
verðrar hylli í öllum hópunum. Af lesendum Heimsmetabókar
merkja 47% við þann flokk.
Um flokkinn „sannsögulegar frásagnir" er þess að lokum að
geta að til hans má telja margs konar efni, frumsamið og þýtt,
mannrauna- og lífsreynslusögur sem tíðar eru á bókamarkaði,
en líka rit um sagnfræðileg efni og samtímaviðburði. Mismun-
andi skilningur hefur verið lagður í þetta heiti, og er það líkleg
skýring þess hversu margir merkja við flokkinn. En munur á
milli leshópa og kynja er lítill.
Þórir Ólafsson spurði náið út í það hvers konar bækur þátt-
takendur í könnun hans helst kysu að lesa. Langmest var um
skáldsagnalestur, en um 70% þeirra bóka sem konurnar höfðu
lesið síðast voru skáldsögur. Mun fleiri Sóknarkonur en BHM-
konur lásu einkum skáldsögur. Til samanburðar er þess að geta,
að um 69% þátttakenda alls í þessari könnun merktu við skáld-
sögur, frumsamdar og þýddar. Að öðru leyti virtust BHM-
konur í könnun Þóris einkum liafa mætur á ýmsum ritum fræði-
legs efnis og Ijóðum, en Sóknarkonur nefndu ævisögur, ferða-
sögur, þjóðsögur og rit um dulræn efni. Erfitt er að koma við
samanburði, en vera má að greina megi líkingu með smekk
Sóknarkvenna og lesenda Guðlaugs Rósinkranz.18
Um 42% þátttakenda notfærðu sér að bæta við fleiri efnis-
flokkum en spurt var um. Ekki er mögulegt að gera öllu því