Skírnir - 01.01.1978, Page 56
54
HRAFNHILDUR HREINSDOTTIR
SKÍRNIR
4. 7. Bókaeign og lesiðni
Það sem nú var sagt um bókaeign og aldur, starfsstétt og
menntun þátttakenda má bera saman við það sem fyrr var fram
komið um lesiðni þeirra. Þá sýnir sig að mikil bókaeign og mikil
lesiðni þarf ekki alltaf að fara saman.
Ungt fólk les langmest af þátttakendum, 34% þátttakenda
á tvítugsaldri lesa mjög mikið, fleiri en 50 bækur, en síðan
dregur úr lestri með hækkandi aldri. (3. 3.) Af þátttakendum
yfir fertugt lesa um 15% mjög mikið, meira en 50 bækur á ári,
en 44% þeirra eiga fleiri en 500 bækur á heimilum sínum. (4. 4.)
Um bókaeign á heimilum yngstu þátttakenda, sem enn eru við
skólanám, verður að hafa sama fyrirvara og áður. En af þátt-
takendum innan við fertugt eiga 24% þeirra heimili með fleiri
en 500 bókum, og 30% lesa mjög mikið, 50 bækur á ári eða
meira.
Bókaeign er sem fyrr segir langmest í starfshóp 1, 54% þátt-
takenda í þeim hóp eiga fleiri en 500 bækur á heimilum sínum.
í starfshópum 2—4 er hlutfall þeirra sem svo margar bækur
eiga 29—34%, en í starfshópum 5—6 er hlutfallið 20—25%, og
af skólanemum búa 31% á heimilum með fleiri en 500 bókum.
(4.5.) í starfshóp 1 lesa tiltölulega fáir þátttakendur mjög
mikið, 10% þeirra lesa fleiri en 50 bækur á ári. 1 starfshópum
2—4 er hlutfall þeirra sem lesa mjög mikið 12—20%, í starfs-
hópum 5—6 er það 21—22%, en 31% skólanema segja sig lesa
fleiri en 50 bækur á ári. (3. 3.)
í menntunarhópunum er mest bókaeign meðal háskólamanna,
54% þeirra eiga yfir 500 bækur á heimilum sínum. Næstir þeim
koma þátttakendur með stúdents-, kennara- og tæknimenntun,
og eiga 37% þeirra svo margt bóka. Bókaeign hinna mennt-
unarhópanna þriggja, sem aðeins hafa lokið skyldunámi, eða
hafa hlotið tiltölulega stutt framhaldsnám, er svipuð, 23—29%
eiga fleiri en 500 bækur á heimilum sínum. (4. 6.) Af háskóla-
mönnum lesa hins vegar 16% mjög mikið, 50 bækur eða meira,
en 19% af lesendum með stúdentspróf eða sambærilega mennt-
un og 13% af verkmenntuðum mönnum. 25—27% af þátttak-