Skírnir - 01.01.1978, Page 57
SKÍRNIR 2141 LESANDI 55
endum með gagnfræða-, grunnskóla- eða landspróf, barnapróf
eða unglingapróf lesa svo mikið. (3. 5.)
Þátttakendur í menntunarhópnum „önnur próf“ eru sér á
parti, 43% þeirra eiga mjög margt bóka, en 19% lesa mjög
mikið. 1 hóp þeirra sem ekki svara til um menntun eru einnig
taldir nemendur innan 13 ára aldurs. í þeim hóp eiga 34%
heimili með mjög mörgum bókum og 24% lesa mjög mikið.
(2. 5.)
4. 8. Bókasöfn og lesendur
Allur þorri þátttakenda eiga sjálfir flestar þær bækur sem
þeir lesa. Mjög margir fá bækur að láni hjá vinum og kunn-
ingjum, einkum þó kvenfólk, en eins og áður kom fram virðast
konurnar í hópi þátttakenda búa við ívið minni bókakost á
heimilum sínum en karlmennirnir. (4. 3.)
Innan við helmingur þátttakenda, 43%, kveðst nota bóka-
söfn, og eru konur færri, 39%, en karlar, 46%. Mun fleiri
lesendur Guðlaugs en hinna bókanna tveggja, Snjólaugar og
Heimsmetabókar, nota bókasöfn, en 54% karla af lesendum
Guðlaugs nota bókasöfn á móti 43% karla af lesendum Heims-
metabókar og 48% af karllesendum Snjólaugar. Hjá konum er
sama sagan, 45% kvenna af lesendum Guðlaugs, 41% kvenna
af lesendum Snjólaugar og aðeins 29% kvenna af lesendum
Heimsmetabókar nota bókasöfn.
Bókasafns- notkun Bók 1 % Bók 2 % Bók3 % alls % Alls
Nota bókasöfn 43 51 41 43 921
Nota ekki bókas. 55 43 57 54 1150
Ósvarað 2 6 2 3 70
Alls 720 364 1057 2141
Þeir þátttakendur sem nota bókasöfn voru ennfremur spurðir
hversu oft þeir færu í safnið. Tæpur helmingur þeirra kvaðst