Skírnir - 01.01.1978, Page 60
58 HRAFNHILDUR HREINSDÓTTIR SKIRNIR
meðal þátttakenda sem ekki tilgreina starfsstétt eða menntun
sína. (3. 4.-5.)
Þátttakendur í könnuninni lesa mikið og eiga margt bóka
ef á heildina er litið, og bókaeign og bóklestur takmarkast ekki
við neina tiltekna starfs- eða menntunarhópa. Nær helmingur
þátttakenda les allmikið og reglulega (3. 1.) og meira en helm-
ingur eiga allmargt bóka á heimilum sínum. (4. 3.) Ennfremur
sýnir könnunin glöggt liversu algengt er að gefa bækur. Af bóka-
kaupum þátttakenda telja þeir að nær helmingur fari til gjafa,
og hvorki meira né minna en þrír fjórðuhlutar þeirra höfðu
sjálfir þegið að gjöf þá bók sem þeir voru að lesa þegar könnun
fór fram. (4. 1.) Aftur á móti virðist mikil bókaeign og bók-
lestur ekki alltaf fara saman, kannski nær að segja að bókaeign
komi í stað bóklestrar í hinum efri aldurs-, starfs- og menntunar-
hópum þátttakenda. Á hinn bóginn eru hlutfallstölur um bóka-
eign og bóklestur sambærilegar í hópum þeirra sem mest lesa.
(4. 7.)
Það er vitanlega augljóst mál að af þeim athugunum sem hér
hefur verið lýst verða engar raunhæfar ályktanir dregnar um
svo mikilsvert efni sem útbreiðslu og afnot bókmennta meðal
þjóðarinnar. Til þess þyrfti að koma skipuleg og ýtarleg könnun
á lestrarvenjum alls almennings, skv. þjóðskrár-úrtaki, eða önn-
ur sambærileg könnun. En líka er ljóst að takmarkaðri athug-
anir geta gert sitt gagn. Af þátttakendum í þessari könnun kváð-
ust nær helmingur þeirra nota bókasöfn, eða nær því jafnmargir
og telja sig lesa allmikið eða mikið. (4. 8.) Ætla má, til dæmis,
að könnun á bókasafnsnotkun, samsetningu lánþegahóps, bók-
menntasmekk og lestrarvenjum þeirra, gæti leitt í Ijós lærdóms-
ríka vitneskju um alþýðlega íslenska bókmenningu um þessar
mundir.
Ritgerð þessi er að stofni tii verkefni til BA-prófs í bókasafnsfræðum við
Háskóla íslands vorið 1978.
i KÖNNUN
á bóklestri og bókakaupum
Ég er nemandi í bókasafnsfræðum við Háskóla íslands og vinn að BA-rit-
gerð um bóklestur og bókakaup. Til þess að hún verði annað og meira en
hugarfóstur skólastúlku, þarf ég á hjálp þinni að halda. Viljir þú rétta mér