Skírnir - 01.01.1978, Page 63
ÓLAFUR JÓNSSON
Bækur á markaði
Um upplag ogsölu nokkurra algengra bóka 1972—76
Um bÓKAÚtgÁfu á Íslandi er jafnan sagt að hún sé mest í heimi.
Hvergi sé samið og gefið út, selt og keypt og lesið annað eins
af bókum eins og hér á landi. En hvað er með sanni vitað um
þessi mál, þróun bókaútgáfu, kaup og kjör á bókamarkaði, um-
liðin ár og áratugi? Og hvaða vitneskju geyma heimildir um
bókaútgáfuna og bókamarkaðinn um stöðu bókmennta í land-
inu, gildi og hlutverk þeirra á menningarmarkaði og meðal
annarrar fjölmiðlunar?
Aðalheimild um bókaútgáfuna er Islensk bókaskrá sem Lands-
bókasafn hefur gefið út síðan 1974 og tók þá við af árlegri skrá
um íslensk rit sem frá 1944 hafði birst í Árbók Landsbókasafns.
1 bókaskránni birtist árlega töluyfirlit um bókaútgáfuna, síðast
fyrir árin 1975 og 76, en sambærilegar skýrslur um bókaútgáfu
höfðu áður birst í Hagtíðindum frá árinu 1965. Skv töluyfirlit-
inu í síðustu bókaskrá hefur bókaútgáfa aldrei orðið meiri á
Islandi en síðustu ár, 700—800 titlar hvort ár um sig 1975—76.
Þá er allt samtalið, bæklingar 5—48 bls að stærð, og bækur, 49
bls eða meir, sem voru rúmlega 500 talsins hvort ár. Árin 1965—
74 var bókaútgáfan hinsvegar 600—700 titlar á ári skv skýrslum
Landsbókasafns í Hagtíðindum.1
Þessar tölur má bera saman við yfirlit yfir íslenska bókaút-
gáfu í áttatíu ár, allt frá stofnun Bóksalafélags Islands árið 1887,
sem Ólafur Hjartar tók saman og birti í Árbók Landsbókasafns
1967. Skv því komst bókaútgáfan yfir 100 titla á ári 1908, yfir
200 titla 1934, yfir 300 titla 1938, yfir 400 titla árið 1944. Eins
og oft er vitnað til náði bókaútgáfa bráðu hámarki í stríðslokin,