Skírnir - 01.01.1978, Side 64
62 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
604 útgefnir titlar árið 1946. Eftir stríð nam útgáfan lengst af
500—600 titlum á ári, nema árin 1952—56 400—500 titlum.2
í yfirliti Ólafs Hjartar er ekki talið smáprent, minna en 16 bls
að stærð, sem aftur á móti er meðtalið í skýrslum Landsbóka-
safns. Vegna þessa munar í talningunni þurfa hærri útgáfutölur
eftir 1965 ekki að merkja neina umtalsverða aukningu útgáf-
unnar frá því sem var áratugina á undan. En um útgáfutölur
síðustu ára er þess að geta að þar kemur vafalaust til aukin út-
gáfa vegna nýrrar fjölföldunartækni sem rutt hefur sér til rúms
á allra síðustu árum.
Tölurnar að ofan eru allt heildartölur um árlega útgáfu. Það
gefur að skilja að ekki eru allar þessar bækur og bæklingar ætluð
til almenningsnota, og má ætla að bókagerð til ýmissa sérþarfa,
hlutdeild ýmiskonar „nytjaprents" í allri útgáfunni, fari hægt
og hægt vaxandi, ekki síst eftir tilkomu offset-fjölritunar. (Þess
má til samanburðar geta að skv skýrslum Landsbókasafns kom
út 121 kennslubók árið 1976, en voru ekki nema 27 1965.) Ætla
má að árleg bókaútgáfa á almennan markað nemi kannski 300—
350 titlum á ári, ef rúmt er talið, þar af allt að 100 barnabækur.
Langflestar bækur á almennum markaði eru skáldrit af ýmsu
tagi, en einnig er margt um bækur um söguleg efni forn og ný
og sagnfræði, endurminningar og ævisögur, ferðasögur, dulræn
og trúarleg efni. Aðrar bækur á almennum bókamarkaði dreifast
í marga staði eftir efni sínu skv flokkunarkerfi bókfræðinga.
Þótt útgáfa aukist í heildina er ekki þar með sagt að bókum
fjölgi á almennum markaði. Það má ætla að bókaútgáfa á íslandi
hafi að þessu leyti verið í svipuðu horfi um langt skeið undan-
farið.
Um algengt upplag og sölu bóka eru aftur á móti engar form-
legar heimildir og raunar svo sem engin vitneskja tiltæk, hvorki
fyrr né síðar. En bókaútgefendur hafa í seinni tíð einatt haldið
því fram að meðalupplag og sala bóka hér á landi liafi á undan-
förnum árum og áratugum farið síminnkandi. Um þessi efni
hefur meðal annars verið rætt á árlegu „bókaþingi“, aðalfundi
Félags íslenskra bókaútgefenda. Tveir útgefendur, Arnbjörn
Kristinsson og Baldvin Tryggvason, fluttu á fundum þessum
árin 1974 og 1975 ýtarleg erindi um kjör og hagi bókaútgáfunnar