Skírnir - 01.01.1978, Page 65
SKIRNIR
BÆKUR Á MARKAÐI
63
sem síðan voru birt í þingtíðindum félagsins. I erindi sínu 1974
taldi Arnbjörn Kristinsson að meðalupplag bóka á almennum
markaði, sem tuttugu árum fyrr liefði verið 2000 eintök, væii
nú aðeins um 1400 eintök. Ári síðar taldi Baldvin Tryggvason
að meðalupplagið væri komið niður í 1200 eintök. Jafnframt
hefði meðalsala bóka á fyrsta ári eftir útgáfu stórlega minnkað
á undanförnum árum og væri nú ekki nema um það bil 800
eintök. Þetta er óneitanlega eftirtektarverð þróun, ef rétt reynist,
ekki síst ef bókaútgáfa á almennan markað hefur á sama tíma
staðið í stað að fjölda til, eða því sem næst, ef til vill allt frá
stríðslokum.3
Niðurstöður þeirra Arnbjörns Kristinssonar og Baldvins
Tryggvasonar voru að vísu ráðnar af líkum, ekki af upplýsingum
um raunverulegt upplag og sölu tiltekinna bóka. En raunhæf
vitneskja um þau efni: meðal-upplag og sölu algengra bóka-
greina á almennum markaði er vissulega eftirsóknar verð — til
marks um starfskjör og starfssvið bókmenntanna í landinu, ekki
síður en bókaútgáfunnar. Því er hér tilraun gerð til að taka
saman lítilsháttar yfirlit yfir efnið: safn dæma um bókaútgáfu
og bóksölu árin 1972, 1974 og 1976. ‘
í þessu skyni var alls leitað til 20—30 útgefenda og beðist upp-
lýsinga um 50—60 bækur sem út komu hvert ár um sig, allar í
fyrstu útgáfu. Spurt var um upplag þeirra og sölu á fyrsta ári,
þeas. fram að reikningsskilum við bóksala árið eftir útkomu,
eftir því sem næst yrði komist. Til hægðarauka í meðförunum
eru tölur einfaldaðar þannig að upplag er jafnan talið í hálfum
og heilum hundruðum en sala í hálfum og heilum tugum bóka.
Bókunum er skipað í flokka eftir efni og reynt að hafa eins mikið
samræmi í röð bóka innan flokkanna og við varð komið. Það
sem segir um bækur í flokkunum á þó einkurn við útgáfubækur
ársins 1976, nema annars sé getið. Upplýsingar voru látnar í té
með því fororði að ekki yrði við birtingu getið bóka né höfunda,
og eru bækurnar því aðeins auðkenndar með bókstöfum í töfl-
unum hér á eftir.6
Varla er ætlandi að dæmasafn það sem hér birtist veiti heil-
legt yfirlit yfir bókaútgáfu þessara þriggja ára eða þróun útgáf-
unnar á milli ára. En hér er samankomið allstórt úrtak ýmsra