Skírnir - 01.01.1978, Page 69
SKÍRNIR
BÆKUR Á MARKAÐI
67
annað mál að um leið hverfa hin nýju ljóð að mestu af venju-
bundnum bókamarkaði og þar með úr sjónmáli almennra les-
enda, nema þá þeirra sem sérstakan áhuga hafa á nýrri ljóða-
gerð.
3. ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
1976 1974 1972
uþplag sala upþlag sala upplag sala
A ................ 2300 1850 3300 2800 3300 2800
B ................ 2000 1800 2100 1600 2800 2500
C ................ 2300 2000 2500 1600 3000 2700
D ................ 2500 1450 3000 2500 3500 2450
E ................ 2500 1100 2000 1110 2500 1600
F ................ 8000 5200 8000 5000 7000 6100
G ................ 3150 2120 2800 1700
H ................ 3000 1960 1700 700
I ................ 2000 1900 2500 1800
J ................ 1700 700 2100 1800
Meðaltal A-J 2950 2010 3000 2060 3700 3025
A—E, G-J 2400 1655 2450 1735 3000 2410
í þriðja lagi eru 26 dæmi þýddra skáldsagna, allt dæmigerðar
skemmtisögur. Á þessum markaði gilda að því er virðist mjög
reglubundnar neysluvenjur, bækur á markaðnum skipa sér í
fáa mjög auðgreinilega efnisflokka. Án þess að fara nánar út
í þá sálma er vert að geta þess að bækurnar á yfirlitinu að ofan
skiptast glögglega í tvo staði, 3:A—F eru allt ástasögur, dæmi-
gerðar „kvennabækur“, en 3:F—J spennu-, átaka- og mann-
raunasögur af ýmsu tagi, allt dæmigerðar „karlabækur". Höf-
undar bókanna á listanum eru 18 talsins, en á þessum markaði
er mikið um það að út komi bækur sömu höfundanna ár eftir
ár. Af þessum 18 höfunda hópi virðist mér að helmingurinn,
9 höfundar, séu með þessum hætti rótgrónir á markaðnum, en
hinir 9 ýmist nýliðar eða stopulli á markaði hér hjá okkur.
Til samanburðar er þess að geta að skv íslenskri bókaskrá
komu út rúmlega 50 þýddar skáldsögur 1976, og eru þá með-
taldar endurútgefnar bækur og lítilsháttar útgáfa í kiljuformi,
sjoppubækur sem svo má kalla. Langflestar þessar bækur voru