Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 71
SKÍRNIR
BÆKUR Á MARKAÐI
69
í fjórða og fimmta flokki er skipað saman bókum ýmisfegs
efnis, innlendum og erfendum, sem etv. eiga ekki ýkja margt
sameiginlegt sín í milli, en eru þó allt dæmi bóka og bók-
mennta sem algengar eru á markaði ár fyrir ár. 4:A—C eru ævi-
sögur og endurminningar, D—F rit um þjóðlegan fróðleik,
söguleg efni og samtíma viðburði, G—H greinasöfn og ritgerðir.
Ef marka má yfirlitið hér á undan ganga bækur af þessu tagi
mun betur á markaði en íslenskar skáldsögur, og kemur þó
fram viðlíka samdráttur uppiags og söfu og áður á skáfdsögum,
sbr Istu og 3ju töflu. En hætt er við, því miður, að úrtakið sé
of gloppótt til að veita fullnægjandi hugmynd um fjölskrúðuga
bókagrein. Ef meðaltali er til samanburðar kastað á 5 sölu-
hæstu bækur í þessum fiokk árið 1976 sýnir sig að meðalupplag
og sala er því sem næst hið sama og var 1972: 3700 og 2700 ein-
tök, og munar þar mest um eina mjög afgerandi sölubók, 4:A
1976.
Svo mikið er ljóst að í þessum hóp eru nokkrar þær bækur
sem mestri sölu ná ár fyrir ár (1976:A, 1974:H, 1972:A,D).
Aðrar hafa augljóslega brugðist umtalsverðum söluvonum sem
við þær voru bundnar (1974:B,D). Vafalaust eru hér í hóp
ýmsar góðar og gegnar bækur af sínu tagi, mikilsháttar bók-
menntir þegar allra best lætur. Aðrar eru dæmigerðar „markaðs-
bækur“, samdar til sölunota og spanaðar upp með auglýsing-
um og umtali. En „metsölu“ má á íslenskum bókamarkaði kalla
það ef bók selst í einni lotu, einni eða tveimur prentunum í
3000 eintökum eða þaðan af stærra upplagi. Af 149 bókum alls
sem tilfærðar eru í þessu yfirliti hafa 14 bækur náð þeirri sölu
og allt upp í 7—8000 eintök. En mesta sala sem um getur var
að vísu enn meiri, um það bil 10000 eintök í einni sölulotu. Þar
var um að ræða frumsamda barnabók, efni sem var alkunnugt
fyrir úr sjónvarpi.
Oft er orð á því gert að lítið sé um mikilsháttar erlendan
skáldskap eða önnur merkisrit í íslenskri þýðingu, og svara út-
gefendur því jafnan til, ef að þessu er fundið, að slík og þvílík
rit þýði ekki að bjóða fram á markaðnum. Enda varð fátt af
slíku efni fyrir til athugunar í þessu yfirliti. Bækurnar 5:A—D
hér á eftir má þó allar með einhverjum rökum telja til alvöru-