Skírnir - 01.01.1978, Page 72
70 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
gefinna bókmennta, n: A—C eru allt skáldsögur, sumar nýlegar
en aðrar áratuga gamlar, þýddar úr ensku, frönsku, dönsku,
norsku og sænsku. 1976:D er verk um sögulegt efni sem vakið
hefur mikla eftirtekt um víða veröld, en D:1974 og 1972 eru
hvortveggja verk úr klassískum bókmenntum.
Aftur á móti eru bækurnar 5:E—H allt dæmi erlendra tísku-
og markaðsbóka af ýmsu tagi, margar þeirrar nýlegar metsölu-
bækur. Efni þeirra er með ýmsu móti — dulræn fræði og anda-
trú, mannrauna- og lífsreynslusögur sem eiga að heita sannar.
5. ÝMIS ERLEND RIT
1976 1974 1972
upplag sala upplag sala upplag sala
A ................ 2500 915 2500 1500 1900 600
B ................ 2000 530 1500 810 2000 1100
C ................ 2300 1800 900 615 1900 420
D ................ 1800 500 1500 670 2000 740
E ................ 2000 1450 2500 2400
F ................ 2500 1500 3000 1300
G ................ 2500 1500 2500 1400
H ................ 2100 620 2900 1240
Meðaltal A-D 2150 935 1600 900 1950 715
E-H 2300 1265 2700 1585
Af þessu litla úrtaki verða varla dregnar neinar ályktanir —
nema það virðist staðfesta það sem fyrr var sagt um takmarkað
gengi erlendra bókmennta í íslenskri þýðingu. Upplag og sala
erlendu skáldritanna er þó nánast sambærilegt við íslenskar
skáldsögur upp og ofan eins og að framan greindi, en þýddu
markaðsbækurnar fengu í þessu dæmi engan veginn sambæri-
legan hljómgrunn við hinar rótgrónu afþreyingarsögur sem þær
eiga þó náskylt við að efni og eðli.
En eftirtekt má vekja á því að þýddu skáldsögurnar þrjár
sem út komu 1976 birtust allar í hálfgildings dulargervi á mark-
aðnum, augljóslega reynt að haga gerð, útliti og kynningu
þeirra sem líkast því sem gerist um afþreyingarsögurnar, og
var nafni allra bókanna breytt í þýðingu, væntanlega einnig í
því skyni. 1 einu tilfelli virðist þetta hafa borið nokkurn árang-