Skírnir - 01.01.1978, Page 75
SKÍRNIR
BÆKUR Á MARKAÐI
73
Loks eru talin fjögur dæmi algengrar markaðsvöru á bóka-
markaði undanfarin ár: 7:G—J eru allt litprentaðar mynda-
bækur, gefnar út í samlögum á mörgum tungumálum, samdar
og hannaðar, prentaðar og frágengnar erlendis að öllu öðru leyti
en því að texti er þýddur og settur hér á landi. Bækurnar 7:G—H
munu ætlaðar yngstu lesendum, en 7:1—J stálpuðum börnum og
unglingum. Slík bókagerð hefur farið mjög vaxandi á undan-
förnum árum, bæði handa börnum og fullorðnum lesendum,
og má heita að bækur handa allra yngstu lesendum, ólæsum
börnunr og byrjendum í lestri, séu nú allar af þessu eða öðru
viðlíka tagi. Eins og sjá má hér á undan ná slíkar bækur upplagi
og sölu á við það sem allra mest gerist á bókamarkaðnum, og er
svo vafalaust einnig um ýmsar sambærilegar bækur handa full-
orðnum lesendum, þótt langmest kveði að þessari útgáfu á
bókamarkaði barnanna.
En hér er í rauninni komið út fyrir endimörk innlendra
bókmennta og bókaútgáfu — að iðnvæddri fjölmiðlun á alþjóða-
vísu.
Þessu yfirliti var vitanlega aldrei ætlað að leiða í Ijós „rétt“
meðaltal upplags og sölu bóka á almennum bókamarkaði. Enda
virðist harla óljóst hvað slíkur meðaltalsreikningur, þótt réttur
væri, gæti gefið af sér. Svo mikið er víst að „meðalbókin" er
næsta dularfull reikningseining. Það er tam. augljóst mál að
ljóðabók sem gefin er út í 1200 eintökum og selst á fyrsta ári
í 800 eintökum hefur staðið sig ágætlega á sínum markaði. Varla
er verulegt tap á lienni, en gróðavon sjaldnast mikil af ljóða-
bókum. Allt öðru máli gegnir um stóra skáldsögu sem er lítt
skiljanlegt að unnt sé að gefa út upp á þessi eða þaðan af verri
býti. En hvaða merkingu ber meðaltal tilkostnaðar, útbreiðslu
og tekna þessara tveggja bóka? Eða ef aukið er við dæmið tam.
litprentaðri myndabók handa litlum börnum í fjölþjóðaútgáfu
og samtalsbók við íslenskan miðil um ævintýri hans þessa heims
og annars?
Aftur á móti er ætlandi að í yfirlitinu hér á undan komi fram
raunhæfar „vísitölur“ um algengt upplag og sölu ýmissa bóka
og bókmennta sem algengar eru á bókamarkaði hvert ár. Sum-
part er hér um að ræða bækur sem etv. er eðlilegast að líta á sem