Skírnir - 01.01.1978, Síða 76
74 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
neysluvöru — þýddar afþreyingarsögur, flestallar barnabækur til
dæmis — en sumpart líka þær bækur þar sem helst er að vænta
nýskapandi listrænna bókmennta — frumort skáldrit, sögur og
ljóð, sumt af ævisögum og þjóðlegum fróðleik, til dæmis. Töl-
urnar verða að tala sínu máli, hér verður ekki freistað að draga
af þeint neinar víðtækar ályktanir, enda varla tilefni til þess.
Nægir að benda á það sem augljóst er. I fyrsta lagi virðist þetta
úrtak algengra útgáfubóka staðfesta þær fullyrðingar útgefenda
að bókamarkaður hafi verið að dragast saman, upplag og sala
nýrra bóka farið smáminnkandi á undanförnum árum. Þótt yfir-
litið staðfesti ekki hina hörðu kenningu Baldvins Tryggvasonar
um örlágt meðalupplag og sölu allra nýútgefinna bóka koma
niðurstöður hér að framan nokkurn veginn heim við tölur hans
um viðkvæmustu útgáfugreinina, frumsaminn innlendan skáld-
skap í fyrstu útgáfu. 1 öðru lagi gefur yfirlitið til kynna að
neyslubækurnar eigi bæði stærri en um fram allt mun öruggari
markað vísan en frumortur skáldskapur og aðrar alvarlega stíl-
aðar bókmenntir. Þótt upplög bóka upp og ofan virðist fara
minnkandi er ekki þar með sagt, í þriðja lagi, að neitt dragi úr
sölu þeirra bóka sem mest seljast ár fyrir ár. Þvert á móti eru
ýmis dæmi sölubóka í yfirlitinu (1:A,E, 4:A, 7:H,J) sem kunna að
benda til að mesta sala fari vaxandi. Og ástæða er til að ætla
að í yfirlitið vanti dæmi ýmissa hinna mestu sölubóka — ýmis-
konar uppsláttarrita, handbóka, myndabóka í fjölþjóðlegum út-
gáfum handa fullorðnum lesendum, til dæmis. Og þótt það komi
ekki fram á yfirlitinu sjálfu er ljóst að oft stafar gengi hinna
mestu sölubóka umfram allt af auglýsingum og eftirtekt sem
með þeim beinist að stöku bókum, miklu frekar en af efni þeirra
eða neinum efnislegum verðleikum.
Vitaskuld er örðugt eða ógerlegt að bera saman útbreiðslu
bóka, stöðu bókaútgáfunnar við gengi annarra fjölmiðla og fjöl-
miðlunar. Allir vita að á undanförnum áratug hefur sjónvarp
unnið sér fastan sess í tómstundum almennings. Og vitanlegt er
að um þessar mundir eiga nýjar bókmenntir, frumortur skáld-
skapur af ýmsu tagi greiðari gang að markaði og áheyrn annars
staðar en í bókum. Á undanförnum árum hefur nýjum innlend-
um verkefnum fjölgað að mun í leikhúsunum og samfara stór-