Skírnir - 01.01.1978, Page 77
SKÍRNIR
BÆKUR Á MARKAÐI
75
aukinni leikhússókn hafa kringumstæður leikritagerðar ger-
breyst: ný íslensk leikrit eru einatt þær sýningar leikhúsanna
sem best ganga og nemur aðsóknin tugum þúsunda þegar mest
verður.6 Er unnt að bera þær tölur með raunhæfu móti saman
við tölur um upplag og sölu bóka, stundum eftir sömu höfunda?
Og á þeim árum sem yfirlitið á undan tekur til hefur ný út-
gáfugrein rutt sér til rúms á menningarmarkaðnum: hljómplötu-
útgáfa og hljómplötusala hefur aukist og margfaldast, mikill
hluti þeirrar útgáfu frumort innlend verk, tónlist og texti.
Heimildir um hljómplötuútgáfuna eru að vísu enn naumari
en um bókaútgáfu. En á árunum 1972—76 mun hljómplötu-
útgáfa hafa tvöfaldast að magni til, og varð þó söluaukningin
enn meiri. Meðalsala nýrra íslenskra hljómplatna árið 1976 varð
um 2500 eintök og liafði aukist um það bil um 900 eintök frá
árinu 1973. Mesta sala íslenskrar hljómplötu sem um getur nam
18000 eintökum á fyrsta ári, stórum meira en nokkur bók hefur
selst svo vitað sé. Þær plötur sem mest seljast ár fyrir ár ná einatt
um 10000 eintaka sölu, eða jafnmikilli og mesta bóksala á fyrsta
ári sem um er vitað.7
Hér verður þetta efni ekki rakið lengra. Væntanlega er engin
ástæða til að ætla að bókmenntir, skáldskapur leggist niður með
þjóðinni þótt bókamarkaður dragist saman, lesendahópur þeirra
sé fámennur, en meginhluti bókaútgáfu semji sig að siðum vöru-
markaðar og markaðsframleiðslu. Þrátt fyrir allt er lesenda-
hópur hinna „góðu bókmennta" upp og ofan etv. ekki fámenn-
ari en oftast áður, og ekkert bendir til að útgáfa slíkra bóka fari
minnkandi frá því sem verið hefur. Vera má að markaðskjör
nýrra bókmennta geti brátt breyst með nýjum útgáfu- og sölu-
háttum. Hitt liggur væntanlega í augum uppi að séu hinar frum-
ortu nýskapandi bókmenntir umfram allt samdar og gefnar út
í þágu tiltölulega mjög fámenns, sérhæfðs lesendahóps er lilut-
verk þeirra í samfélaginu orðið allt annað en hingað til hefur
verið talið.
l Sbr Skýrslur utn menningarmál 1965—76 í Hagtíðindum 1969, 1972, 1974,
1976, 1977.
- Ólafur F. Hjartar: íslenzk bókaútgáfa 1887—1966. Landsbókasafn íslands.
Árbók 1967, Reykjavík 1968, 137.