Skírnir - 01.01.1978, Page 82
80 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR SKIRNIR
það er fyrir formgerð sögunnar að sögumaðurinn sé gerður trú-
verðugur þannig að lesandi taki það gilt að einmitt hann geti
sagt söguna — nákvæmlega eins og hann segir hana. Hins vegar
virðist mér Fríða ekki gera sér grein fyrir því að þótt sögu-
maður sé gerður trúverðugur sem persóna í verkinu og gegni
hlutverki sínu prýðilega sem slíkur þarf hann ekki að vera trú-
verðugur í þeim skilningi að hann segi aldrei ósatt orð. Sögu-
maðurinn verður að vera trúverðugur með tilliti til formgerðar
verksins en hann getur verið hraðlyginn gallagripur, sómamaður
eða eitthvað þar á milli. Fríða segir:
Höfundur Svartfugls fer á allan hátt hefðbundnar leiðir í notkun sinni á
sögumanni. Eyjólfur segir okkur sögu; hann er sögumaður í orðsins fyllstu
og beztu merkingu. Sína eigin sögu segir hann af mikilli hreinskilni. (6)
Eftir þessa traustsyfirlýsingu á Eyjólfi Kolbeinssyni túlkar
Fríða söguna mjög „of it sama far“ og hann sjálfur og kemst
að þessari niðurstöðu um hneigð verksins:
Efasemdir Eyjólfs um, hvað sé rétt og hvað sé rangt, hinar eilífu spurningar
mannkyns, spurningar hans um gildi og mátt sannleikans, um samsekt og
samábyrgð, eru spurningar sem höfundur er að leggja fyrir lesandann.
Iirennipunktur sögunnar er, þegar Eyjólfur gerir sér Ijóst, að örlög allra
manna eru samofin ... Það er þetta, sem höfundur er að segja lesandanum;
örlög allra rnanna eru nátengd, okkur kemur náunginn við, hans örlög eru
tengd okkar örlögum, hans sekt okkar sekt, hans hamingja okkar hamingju.
(18)
Þegar dregnar eru saman niðurstöður þremenninganna Stellan
Arvidson, Kristins E. Andréssonar og Fríðu Sigurðardóttur kem-
ur í ljós að þau eru sammála um það að Eyjólfur Kolbeinsson
sé talsmaður höfundar þegar allt kemur til alls og byggja túlkun
sína á verkinu og hneigð þess á þeim grunni. Eyjólfur Kolbeins-
son er jafnframt sú persóna í Svartfugli sem mest talar fyrir sam-
sektar- og samábyrgðarhugmyndum verksins svo að túlkun þess
er næsta einsýn ef hann er skoðaður sem talsmaður höfundarins.
Það væru hins vegar mikil tíðindi ef ekki væri hægt að lesa
jafn margslungið verk og Svartfugl Gunnars Gunnarssonar á
fleiri en einn veg. Ég fæ ekki betur séð en að séra Eyjólfur
Kolbeinsson sé fjarri því að vera eindreginn talsmaður höfund-
ar. Sú niðurstaða dregur langan slóða á eftir sér. Um leið og