Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 87
SKÍRNIR
SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA
85
Maður, sem hefur gerzt brotlegur við Guð og náunga sína, verður að taka
út sína refsingu, góði Bjarni, sagði ég hryggur í huga... Þegar menn hafa
tekið út refsingu sína — getur allt jafnað sig aftur, ekki fyrr. (103—104)
Strax á sögutíma er Eyjólf farið að gruna sök þá sem hann
ber og því liefur hann í raun beðið refsingar sinnar öll þessi ár.
Kenning hans boðar hins vegar ekki aðeins að fyrir brot komi
refsing — í henni er einnig gert ráð fyrir að brotamaðurinn
gangist við sök sinni, viðurkenni refsinguna og iðrist gjörða
sinna því að iðrunin sé hið sama og yfirbót (284). Eyjólfur skrif-
ar þannig sögu sína til að gangast við broti sínu, sagan er
„skriftamál“ og á að vera nokkurs konar játning, sannleikurinn
um raunverulega sekt hans sjálfs:
Hér em ég þá, Herra. Styrk þú hönd mína, að henni megi auðnast að slá
gneista sannleikans úr þeim dimma steini, sem ég ber í brjósti mínu. (11)
Forsendur sögunnar fela þannig í sér sektarkennd sögumanns-
ins og hún gegnsýrir alla upprifjun hans á því sem gerðist í raun.
Að einhverju leyti gerir hinn fertugi Eyjólfur sér grein fyrir því
að hann er að túlka og endurskapa þátt sinn í því sem gerðist:
En sannleikurinn var máski sá, að innst í mér sjálfum lá efasemd í launsátri:
Hvað er illt? Og hvað er gott? Þó að ég skilji nú ekki í, og vilji helzt ekki
trúa á mig slíkum efasemdum.
Já, það er líklega sannleikurinn? Jafnvel þótt ég vissi aldrei nokkumtíma
til þess, að ég hugsaði þannig. Og jafnvel þótt ég nú, á þessari stundu, þori
ekki fullkomlega að halda því fram, að ég hafi gert það. Eða þá, að þetta er
aðeins eitthvað, sem ég gruna mig sjálfan um að hafa gert. (32)
Slíkar efasemdir eru þó mest áberandi framan af sögunni áður
en þung undiralda atburðanna nær tökum á sögumanni og hon-
um verður meira í mun að sanna sakleysi sitt en viðurkenna
sekt sína.
Yngri bróðir Eyjólfs, Páll, er aðeins tvítugur þegar Eyjólfur
hefur upp sögu sína. Hann er glaðlyndur strákur af sögunni að
dæma og áhyggjulaus í skjóli eldri bróður síns. Hann virðist
vera bústjóri Eyjólfs á Saurbæ. (23) Þegar þau Páll og Ólöf yngri
í Keflavík byrja að draga sig saman er það með vitund og sam-
þykki Eyjólfs, fram til þess tíma að hann verður sjálfur ást-
fanginn af Ólöfu.