Skírnir - 01.01.1978, Page 91
SKÍRNIR SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA 89
Enn skilningssljórri reynist Eyjólfur þó þegar hann býður
Bjarna eins konar afslátt á legkaupi liinna elskuðu sona sinna
af því að þeir séu í sömu kistu:
Fyrir tvo drengi á þessum aldri er legkaupið annars níu álnir fyrir hvorn,
stamaði ég vandræðalega . .. Hefðu þeir verið nokkrum árum yngri... (17)
Bjarni grípur fram í fyrir Eyjólfi, neitar tilboðinu stuttur í
spuna og kaupir legstað tveggja fullorðinna manna:
Ég ætla ekki að skilja svo við höldana mína, að ég spari við þá legurúmið.
Seinna hef ég skilið, að það hefur meðal annars verið vegna svona við-
s’.tota, eins og þetta svar lians til mín var, að það orð lá á Bjarna, að hann
væri bráður í skapi. Og heimskur. (17)
Hér er það vissulega söguhöfundur sem stýrir penna Eyjólfs
því að sérhver lesandi hlýtur að sjá smekkleysi Eyjólfs og skilja
viðbrögð Bjarna og þarf ekki að vera mjög bráður í skapi til
þess.
Stígandi Sjöundármálsins vex smám saman og í sveitinni
magnast slúðrið um hvarf Jóns Þorgrímssonar, undarlega upp-
söluverki Guðrúnar og að lokum dauða hennar. Kista Guð-
rúnar er opnuð að kröfu sóknarfólksins og það er í fyrsta sinn
sem grunur manna og ákærur á hendur Bjarna og Steinunni
eru gerðar opinberar, þó aðeins innan sveitarinnar. Ekkert sést
athugavert við líkið sem er nákvæmlega skoðað. Á meðan stend-
ur Eyjólfur álengdar og bíður átekta að ráði Jóns, tengdaföður
síns:
Ekki fyrr en síðar varð mér það ljóst, að allan þennan hræðilega dag hafði
ég haft Jón Pálsson mér til annarrar hliðar, Amor Jónsson til hinnar. (62)
„Allt málið er eitt klandur frá upphafi.. .“(61) eins og Jón
hreppstjóri Pálsson orðar það og þeir Amor virðast hafa aðgát
á Eyjólfi ef liann skyldi taka upp á einhverju óvæntu og óþægi-
legu, til dæmis stuðningi við Bjarna? Eða einhverju enn óþægi-
legra.
Þegar þetta gerist eru aðeins þrír mánuðir liðnir frá því að
Eyjólfur ruddi bróður sínum úr vegi þeirra Ólafar í viðurvist
Amors Jónssonar og Jóns Pálssonar og með hjálp þeirra. Sjálfur