Skírnir - 01.01.1978, Page 92
90 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR SKÍRNIR
lítur Eyjólfur á þetta sem siðferðilegt afbrot eða glæp og þannig
myndu sóknarbörn hans líka dæma hann ef málið kæmist ein-
hvern tíma út fyrir hinn þrönga hring yfirstéttarfólksins. Ef til
vill eru Amor og Jón hræddir um að Eyjólfur brotni undan
álaginu og geri eitthvað óviðurkvæmilegt við þessa fyrstu óbeinu
ákæru á Bjarna og Steinunni.
Eitt er víst að sálarangist Eyjólfs, á meðan mál Bjarna og
Steinunnar er á þessu stigi, er ólýsanleg. Hann skilur ekki aðeins
sálarástand Bjarna heldur upplifir hann ótta hans svo mjög að
það er eins og um einn og sama manninn sé að ræða:
Aldrei á ævi minni hef ég verið jafn skelfdur. Ég titraði í öllum vöðvum,
eins og maður fær skjálfta, þegar hann gengur til glímu við sterkan keppi-
naut. Monsjör Jón ... var sá maður, sem ég vildi síðast komast i kast við.
Væri Bjarni í raun og veru sekur — þá hafði hann nú ástæðu til að vara sig.
Bjarna varð líka hverft við, þegar hann sá monsjör Jón koma ... (70—71)
Eyjólfur hefst hins vegar ekki að — hvorki við líkskoðun á
Guðrúnu eða við aðgerðir tengdaföður síns til að binda enda
á „saurlifnaðinn á Sjöundá“(72). Nokkrar vikur líða „fullar af
ugg og óhugnaði" (7ö) og þá rekur sönnunina á sekt Bjarna og
Steinunnar á fjörur Eyjólfs. Rekinn, lík Jóns Þorgrímssonar,
er skoðaður gaumgæfilega, borinn í kirkju og komið fyrir þar.
Síðan segir:
Skoðunarskýrsluna samdi ég einn — án þess að bera mig saman við hina.
(78)
Eyjólfur lýsir líkinu nákvæmlega og getur um holu á hálsi
þess:
Og ég bætti því við, að okkur þætti sennilegast, að hún stafaði af stungu;
væri verk framið af mannahöndum. (78)
Þegar Eyjólfur les skýrsluna upp fyrir hinum líkskoðunar-
mönnunum fjórum sitja þeir niðurlútir, þegja, líta ekki hver
á annan og læðast síðan þegjandi burt úr stofunni.
Áður en ég varð einn, hafði mér fundizt ég vera alveg handviss í minni sök
um það, að einmitt með því að hafa skýrsluna svona gæti ég borið ábyrgð á