Skírnir - 01.01.1978, Page 93
SKÍRNIR SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA 91
henni fyrir Guði, einmitt svona, og ekki öðruvisi. Það var ekki fyrr en hinir
voru farnir, að mér varð það ljóst til fulls, að hérna höfðum við setið saman,
fimm menn, og skrifað — — dóminn yfir Bjarna.
Og nú varð ekki aftur snúið.
... Var ég þá dómari? Var ég þá böðull? (79)
Það eru ekki fimm menn sem skrifa þennan dóm yfir Bjarna
— það er séra Eyjólfur sem semur hann einn „án þess að bera
sig saman við hina“(78). Með þessari skýrslu kærir Eyjólfur
Bjarna formlega fyrir yfirvöldum og Sjöundármálið er gert
opinbert utan sveitar. Eyjólfur ríður meira að segja sjálfur með
skýrsluna yfir að Sauðlauksdal. Hann réttlætir þetta með því
að þetta sé skylda sín (81) og að hann geti ekki forsvarað það
fyrir kirkju sinni að láta jarða Jón án aðgerða.
Af viðbrögðum líkskoðunarmannanna að dæma efast þeir
jafn mikið um aðgerðir Eyjólfs og hann um hugsanlegt að-
gerðaleysi sitt. Jón Pálsson er hins vegar mjög ánægður með
tengdason sinn og Bjarni er handtekinn.
Eftir að Bjarni er orðinn fangi Eyjólfs á Saurbæ skiptir mjög
snögglega um í samskiptum þeirra. Öll samúð virðist horfin
hjá Eyjólfi og ekkert tilfinningasamband myndast á milli þeirra.
Allt í einu er Eyjólfur farinn að leika hlutverk hins stranga
sálusorgara sem krefst þess að Bjarni segi sannleikann, játi á
sig eitt morð — helst þó tvö — svo að hann megi verða sálu-
hólpinn.
Hvernig stendur á þessari viðhorfsbreytingu Eyjólfs? Hvað
veldur því að hann hættir að sjá sjálfan sig og sekt sína í Bjarna
eftir að lík Jóns finnst?
Þessi hvörf í sögunni má ef til vill túlka þannig að fram að
líkfundinum liafi sekt Bjarna verið óhlutstæð hugmynd í aug-
um Eyjólfs, á sama hátt og sekt hans sjálfs er siðferðilegt brot —
aðeins hugmynd. Mannslík gerir hugmyndina allt í einu að
bláköldum veruleika og samúð Eyjólfs gufar upp á því sama
augnabliki. Eftir stendur hin gerólíka afstaða þeirra tveggja og
stéttarmunurinn, yfirvaldið gegn fanganum, embættismaðurinn
gegn alþýðumanninum:
Nú skaltu vara þig, Bjarni, sagði ég, og fann, hvernig ill reiði ólgaði upp í
mér, gegn vilja mínum: Ég ætla ekki að þola, að þú talir í þessum tón.