Skírnir - 01.01.1978, Page 95
SKÍRNIR
SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA
93
Rauðasandi, á sambandi þeirra þegar liann leiðir þau saman
um nóttina auk klerklegrar brýningar hans (225—226) verður
til þess að brjóta niður síðustu andstöðu þeirra. Þegar þau segja
Eyjólfi að þau muni játa lætur hann bugast og ótal ólíkar til-
finningar koma upp í huga hans, beiskja, bæn, þökk og sektar-
kennd. En allar þessar tilfinningar hverfast eingöngu urn hann
sjdlfan (227) — ekki Bjarna og Steinunni.
Eyjólfur hefur alltaf sagt að Bjarni muni fá frelsi og frið við
þá ákvörðun að segja allan sannleikann um Sjöundármálið —
en honum skjátlast. Sá Bjarni sem færir fram játningu sína er
bugaður maður, úrvinda, hræddur og yfirkominn af skömm
(244). Eftir játninguna og meðferð Schevings sýslumanns, sem
skyndilega er búinn að gleyma þeirri kenningu sinni að allir
eigi rétt á að deyja eins og manneskjur, gengur Bjarni út úr
réttarsalnum:
Bjarni stóð upp; gekk þreytulega til dyra. Honum varð litið til mín urn
leið og hann gekk. En augnaráðið var sljótt; það var nærri því eins og hann
skynjaði ekki, liver ég væri. (263)
Frelsi og friður Steinunnar eftir játninguna er svona:
Hún fór allt í einu að hágráta, hemjulausum, huggunarlausum gráti; hann
lét í eyrum, eins og þegar hundur hálfgeltir og hálfskrækir af sársauka. (271)
Söguhöfundurinn er nú búinn að gera lesendum fullljóst að
Eyjólfur hefur haft hræðilega rangt fyrir sér. Reynslan stangast
á við kenningar hans — dæmið gengur ekki upp. En séra Eyjólf-
ur leggur málin alls ekki þannig fyrir. Hann hefur háð persónu-
legt stríð og unnið það á sinn hátt. Það er ekki hann sem tapar
— það eru Bjarni og Steinunn og fleiri.
Ég fæ ekki betur séð en söguhöfundur bendi á minnst sjö
dauðsföll sem Eyjólfur ber nokkra ábyrgð á svo að þess vegna
hefur hann ærna ástæðu til að finna til sektarkenndar. Hann
ber beina og ótvíræða ábyrgð á dauða Bjarna og Steinunnar,
óbeina ábyrgð á dauða þriggja barna Bjarna. Hann hefði getað
afstýrt dauða Jóns og Guðrúnar og þá er ekki talin sök hans
gagnvart Páli, bróður sínum. Eyjólfur er hins vegar dyggur full-
trúi stéttar sinnar og viðbragða hans við sök sinni er ekki langt
að bíða: