Skírnir - 01.01.1978, Page 97
SKÍRNIR SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA 95
þannig eindregnari en mynd Eyjólfs og um leið skipta þær
fjarska miklu máli við túlkun bókarinnar.
Séra Jón Ormsson, „sá bersyndugi“
Séra Jón Ormsson sjáum við að mestu með augum Eyjólfs,
sögumanns okkar, og viðhorf hans til séra Jóns eru vitanlega
mest áberandi í Svartfugli. Hins vegar laumar söguhöfundur inn
mótvægi við skoðanir Eyjólfs með viðhorfum annarra persóna
bókarinnar auk þess sem Jón lýsir sér sjálfur með orðum sínum
og gerðum. Séra Jón er enn á lífi þegar Eyjólfur skrifar sögu
sína, þá væntanlega orðinn háaldraður maður.
í upphafi sögunnar segir Eyjólfur frá vinsældum Jóns meðal
sóknarbarnanna og ber vinsældir Jóns saman við óvinsældir
sínar:
Séra Jón í Sauðlauksdal, prófastinn okkar, kalla þeir „þann bersynduga",
svo að ætla mætti að þeim lægi ver hugur til hans en mín. En þetta er í
gamni gert. Enginn maður getur verið ólíklegri til að syndga — nema þá a£
hjartagæzku sinni — heldur en séra Jón, sem fer heiman að frá sér og ráfar
um eirðarlaus meðal sóknarbarna sinna, ef slátra á hjá honum gamalkú. (9)
Lýsingar Eyjólfs á Jóni eru mjög einátta. Hann segir: „Jón
Ormsson, sá alltof lijartagóði maður ...“ (10) og hvað eftir ann-
að leggur hann áherslu á hið barnslega í fari hans (62). En þó að
Eyjólfur lýsi séra Jóni þannig sem stóru, viðkvæmu og saklausu
barni á efri árum og margt staðfesti þá lýsingu er annað sem
mælir á móti henni í bókinni.
Frá því að fyrsta slúðrið um ósamkomulag á Sjöundá fer af
stað er afstaða séra Jóns eindregin og sköruleg. Hann vill ekkert
um þetta mál vita:
Séra Jón Ormsson, prófasturinn okkar — hann vildi ekkert vita. Þótt ekki
væri nema ymprað á málinu í návist hans, varð bleikt andlitið, kögrað hvítu
hári og skeggi, rautt sem blóð. Og þegar barnsaugu séra Jóns tóku að loga,
kusu menn helzt að þegja. (32—33)
Þessari afstöðu heldur séra Jón til streitu. Eftir messu á Saur-
bæ á annan í páskum reynir Guðrún Egilsdóttir að leita ásjár
hans. Þegar hún reynir að bera sig upp við sóknarprestinn snýr
hann sig af henni: