Skírnir - 01.01.1978, Síða 98
SKÍRNIR
96 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Æi — já, það má nú segja, — að veturinn þessi hafi verið harður á Sjöundá.
Má nú segja að hann hafi verið harður á Sjöundá, ójá? Þú ert með hóst-
ann og ég þennan farlama fót minn. Ég með þennan farlama fót minn,
Guðrún! (50)
Og þegar Guðrún lætur sig ekki, enda skelfingu lostin yfir
ástandinu, þá er séra Jón ekkert að þessu lengur:
Dauða — prófastur minn . .. Skyldi allur dauði vera forlög?
Enginn tittlingur fellur til jarðar — það veizt þú, kona góð.
. .. Eyjólfur, bróðir í Drottni, aumkast þú yfir vesalinginn og beiddu konuna
þína að hita mjólkursopa handa henni. Vertu sæl, Guðrún. Aumingja Guð-
rún ... (50)
Með þessu samtali segir söguhöfundur lesanda ýmislegt um
séra Jón og jafnvel Eyjólfur hefur orð á því að þetta samtal
„hefði átt“ að fara öðruvísi fram. Meðhjálparar Jóns vilja að
hann húsvitji á Sjöundá um veturinn áður en nokkuð gerist en
hann neitar, ber við fótarmeini og illri færð og vill þeir fari án
sín. Það vilja þeir hins vegar ekki.
Þegar kista Guðrúnar er opnuð til líkskoðunar þaggar Jón
niður allar grunsemdir sóknarbarna sinna. En allur frestur hans
er gálgafrestur og lík Jóns Þorgrímssonar rekur á fjörurnar í
Saurbæjarkirkjulandi. Séra Jóni er stefnt til að vera við lík-
skoðunina og Sjöundármálinu þar með þröngvað inn í líf hans.
Séra Jón bregst hinn versti við:
Með hvaða valdi, rétti og umboði stefnið þið mér hingað, hreppstjórar! ...
Má ég sjá það bréf . . . Nú, en hérna stendur aðeins „presturinn". Séra Eyjólf-
ur er líka prestur. Séra Eyjólfur er eini presturinn í þessu máli ... Einar
Jónsson sækjandi — einmitt ... einmitt! Jæja, þá veit ég víst, á hverju ég á
von fyrir það, sem ég hefi gert, eða látið ógert, til þessa dags! Það mætti
segja mér það. . .
Séra Jón tók rögg á sig: Jæja þá — í Herrans nafni og fjörutíu! ... Séra
Eyjólfur — þér er líklega ljóst, hverju þú hefur komið af stað? (88—89)
Þessi ræða séra Jóns sýnir hvort tveggja í senn að hann veit
mæta vel hvernig afskiptaleysi hans af Sjöundármálinu verður
túlkað og að hann megi hafa sig allan við ef honum eigi að
takast að bjarga skinninu, kjólnum og kallinu.
Það gerir hann síðan í réttarhöldunum. Hann neitar að bera
vitni og dregur fram úr pússi sínu skriflegt „Pro memoria" þar