Skírnir - 01.01.1978, Page 99
SKIRNIR
SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA
97
sem hann vísar til þagnarskyldu sinnar sem sálusorgari Bjarna
og Steinunnar. Auk þess neitar hann rétti veraldlegra yfirvalda
til að dæma sig, geistlegan mann, og þau mótmæli verður að
taka til greina að lokum.
í réttinum hefur séra Jón nánast allt tilbúið fyrirfram, skrif-
legt, en þeim spurningum sem hann svarar á annað borð svarar
hann sjálfum sér í hag með undanfærslum og klækjum. (239)
1 Svartfugli kemur það fram hvað eftir annað að séra Jón
hefur mikla samúð með Bjarna og Steinunni. Öfugt við Eyjólf
vill hann aldrei dauða þeirra og tekur hiklaust svari þeirra eftir
fyrstu vitnaleiðslur (165). Hann neitar að vinna með veraldleg-
um yfirvöldum en það er að vísu jafnt í hans þágu og þeirra
Steinunnar og Bjarna. Þegar dómur er kveðinn upp yfir föng-
unum sýnir hann samhygð sína með þeim á leikrænan hátt:
Svo fór það, að séra Jón bersyndugi, blessaður prófasturinn okkar, lenti í
því að sitja „á bekk“, eins og hann komst að orði, með morðingja og stór-
glæpakvendi og hlýða á dóm, meira að segja tvöfaldan dauðadóm, þar sem
nafns hans var getið hvað eftir annað og ýtarlega, honum til lítils heiðurs eða
frama. Dæmdur var hann reyndar ekki. Þó grét enginn nema hann . . .
Séra Jón Ormsson setti stólinn sinn mitt á milli fanganna; þannig taldi
hann sig víst á bekk með þeim og sat þar síðan og grét, með Bjarna standandi
til vinstri handar sér, Steinunni til hægri. (293)
Þessi lýsing, sem er með því síðasta sem við sjáum af Jóni
Ormssyni, er ákaflega tvíræð — svo ekki sé meira sagt. í henni
kemur fram slík skinhelgi og svo blind sjálfshyggja að það er
yfirgengilegt. Um leið og þetta er nýr dráttur í mynd séra Jóns
er þetta nánast síðasti pensildrátturinn í mynd hans. Þannig vill
söguhöfundur sem sagt að lesandinn skilji við „blessaðan pró-
fastinn".
Höfuðábyrgð séra Jóns í Sjöundármálinu felst í afskiptaleysi
hans af heimilisfólki — áður en glæpir voru framdir þar á bæ.
Jón hefur það hlutverk og skyldu sem kirkjunnar þjónn og sálu-
sorgari fólksins á Sjöundá að greiða úr vanda sóknarbarna sinna
og hjálpa þeim að ganga hinn þrönga veg. Séra Jóni þykir ofboð
vænt um fólkið sitt en söguhöfundur kemur því fyllilega til skila
að lionurn þykir mun vænna um sjálfan sig og því leiðir hann
vandamál annarra hjá sér fremur en að láta þau raska ró sinni.
7