Skírnir - 01.01.1978, Page 103
SKIRNIR
SYND ER EKKI NEMA FYRIR ÞRÆLA
101
Og á sama hátt og hjá Eyjólfi áður gufar öll samhygð upp og
Scheving og Bjarni standa hvor gegn öðrum — stétt gegn stétt.
Scheving er hins vegar trúlaus maður og getur ekki skotið
sér á bak við neina kristna kenningu til að leyna því stétta-
hatri sem gýs upp í honum. Yfirstéttin er grímulaus:
Við Schevingarnir höfum ekki til einskis verið lögfræðingar, dómarar í
glæpamálum — og meira að segja glæpamenn sjálfir! Mann fram af manni
. .. Heimskir ... það erum við ekki ... En hausinn skal hann missa. Og
hægri hönd! Og klipinn skal hann verða með glóandi töngum. Dýrið...
Er réttvísin svona ásýndum? spurði ég. Þegar hún tekur ofan grímuna?
(287)
Sjöundárfólk
Aldrei á lífsleiðinni hafði ég hitt fyrir mann eins og Bjarna (né hef heldur
gert það síðan), þar sem hann stóð með gult og hrokkið alskegg, flaksandi
í vorblænum, og blá, tindrandi augu, sem virtust vera mynduð úr eintómum
brotnum smákrystöllum — þar sem hann stóð hár og máttugur ... við hliðina
á lítilli, vanskapaðri líkkistu ... (13)
Þannig sér Eyjólfur Bjarna í fyrsta sinn þegar hann kemur
með litlu drengina sína tvo til Saurbæjar. Eyjólfur skilur Bjarna
hins vegar ekki, hefur óbeit á konu hans og nær engu sambandi
við börn hans. Lýsinguna á Bjarna sjálfum og sögu hans fáum
við því að mestu gegnum vitnin í réttarhöldunum, Steinunni
og hann sjálfan.
Bjarni er eins og kom fram af lýsingu Eyjólfs ákaflega mynd-
arlegur maður, ekki illa liðinn í sveitinni og það kemur marg-
oft fram að hann hefur verið konu sinni og börnum góður.
Guðrún, kona hans, er ekki sjáleg kona (27—28). Hún er heilsu-
tæp og töluvert kvartsár (31). Sveitungum hennar liggur hvorki
gott orð né illt til hennar. Þau Bjarni eiga fimm börn saman.
Jón Þorgrímsson er frekar óvinsæll af sveitungum sínum. Þeir
velja lronum einkunnir eins og „vesalmenni" (177). Hann kemur
aldrei fram sjálfur í bókinni, lifandi, þannig að hugmynd les-
anda um manninn byggist á mati annarra persóna á honum.
Steinunn, kona hans, er bráðmyndarleg kona, kyrrlát og fámál.
Þau Jón eiga fimm börn saman.