Skírnir - 01.01.1978, Page 113
SKÍRNIR
ÞÝÐING ÓDÁINSAKURS
111
í Dagrúnarharmi, Alheimsvíðáttunni og í flestum þýðingum
Jónasar á kvæðum Heines, þar sem hann notar fornyrðislag,
eða um það bil 14 prósent í Dagrúnarharmi og um það bil 10
prósent í Alheimsvíðáttunni. Þetta háa hlutfall þríkvæðra orða
stafar af því hve oft hluttaksorð nútíðar koma fyrir í þýðing-
unni, en það er sjaldgæft fyrirbrigði í fornu fornyrðislagi og
einnig sjaldgæft í fornyrðislagi á fyrri hluta nítjándu aldar, að
undanteknum Messíasi Jóns Þorlákssonar. Dæmi úr Ódáinsakri
og Alheimsvíðáttunni sýnir svipaða notkun hluttaksorða í báð-
um þýðingum:
Kveinstunur eigi
sturla framar.
ódáinsyndi
óp öll svæfi,
ódáins æfi
er eilíf gleði,
eilíft sveim,
beljandi lækur
um brosandi engi.
(Ódáinsakur)
Fjöldi fleirkvæðra orða í þýðingum Jónasar á kvæðum Schil-
lers stafar einnig af því hve títt hann grípur til samsettra nafn-
orða í líkingamáli, og í Dagrúnarharmi eru samsett nafnorð
sem líkjast mjög tjáningarmátanum í Ódáinsakri. Jónas þýðir
t. d. „Rosen eurer Jugend“ og „Rosenzeit" í „Kindesmörderin"
með „æskublóma" og „blómævi“. Svipaðar samsetningar koma
fyrir í Ódáinsakri svo sem „æskublíð" fyrir „jugendlich milde“
og „ódáins æfi“ fyrir „Elysiums Leben“. Þremur þessara fjög-
urra samsetninga er það sameiginlegt að samheiti eða samsvar-
andi íslensk orð koma í stað orðatiltækja sem tákna ákveðin
erlend hugtök. Jónas þýðir yfirleitt blómanöfn eins og rós eða
lilja með samheitinu „blóm“ eða með skáldlegu heiti blóms
eins og t. d. „laukur".
Orðaval og líkingar í þýðingum Jónasar á kvæðum Schillers
er einkar líkt Ódáinsakri. í Alheimsvíðáttunni kaus Jónas að
þýða ekki nákvæmlega orðin „Waller" og „Pilger", sem hafa
trúarlega merkingu á þýsku, heldur setur hann í þeirra stað
hugtök án trúarlegrar merkingar: „mynd farancli" og „ferða-
Gránar í geirai, —
geisa eg um himin
þoku þungaðan
þjótandi fram;
dunar mér á baki
dökknaðra sólna
flug-niður allra,
sem fossa deyjandi.
(Alheimsvíðáttan)ö