Skírnir - 01.01.1978, Page 115
SKÍRNIR
ÞÝÐING ÓDÁINSAKURS
113
Dagrúnarharmi og síðustu fimm erindin úr Allieimsvíðáttunni
hafa varðveist; handritið af Meyjargráti virðist hafa horfið
snemma. Hvað varðar siðara vandamálið þá getum vér komið
fram með þá tilgátu að Jónasi hafi veist erfitt að þýða kvæðið
og að hann hafi sent eða gefið Bjarna brot af kvæðinu til að
leita ráða hans eða jafnvel til leiðréttingar. Sumt í kvæðinu
getur bent í þessa átt. T.d. neyðist þýðandinn til að lengja
fyrsta erindið í níu ljóðlínur, sem er nær óþekkt í fornyrðislagi.
í öðru lagi er þýðingin aðeins brot. Líka skal haft í lruga að
Bjarni var á þessum tíma af öllum þorra manna talinn fremstur
þálifandi skálda, og hann var einnig þekktur fyrir þýðingar sínar
á kvæðum Schillers. Það hefði því verið eðlilegt fyrir Jónas að
leita aðstoðar Bjarna. Það styður og þessa tilgátu að árið 1837,
árið sem Jónas þýddi hin tvö kvæðin úr Anthologie eftir Scliiller,
var hann einmitt á íslandi og heimsótti bæði Bjarna og sendi
honum handrit hins fræga kvæðis Gunnarshólma áður en
kvæðið birtist. Vel getur verið að Bjarni hafi tekið afrit af (hluta
af) handriti Jónasar í þeim tilgangi að gera á því breytingar. Því
miður eru ekki til nein bréf þeirra skáldanna sem gætu stað-
fest þessa tilgátu. En stíleinkenni benda ótvírætt til þess að
Jónas Hallgrímsson sé þýðandi Ódáinsakurs.1 2 3 4 5 6 * 8
1 ÍB 638 8°, Landsbókasafn, Reykjavík.
2 Bjarni Thorarensen, Kvœði, útg. Jón Helgason (Kaupmannahöfn 1935),
2. bdi, bls. 315.
3 Friedrich Schiller, Werke. Nationalausgabe, útg. Julius Petersen og Fried-
rich Breisner (Weimar 1943), 1. bdi, bls. 122.
4 Kvœði eptir Bjarna Thorarensen, gefin út af Hinu íslenzka bókmennta-
fjelagi (Kaupmannahöfn 1884), bls. 249—251.
5 Jónas Hallgrímsson. Kvœði Jónasar Hallgrimssonar, útg. Einar Ol. Sveins-
son og Ólafur Halldórsson (Reykjavík 1965), bls. 309.
6 Jónas Hallgrímsson, Rit eftir Jónas Hallgrimsson, útg. Matthías Þórðar-
son (Reykjavík 1929), 1. bdi, bls. 213.
" Friedrich Schiller. Werke, 1. bdi, bls. 122.
8 í ÍB 638 8° er dreginn kross yfir hvort erindi. Þar að lútandi er sagt í
Kvœði Jónasar Hallgrímssonar að „... kross er dreginn yfir hvort erindi
eins og Jónas gerði venjulega þegar hann hafði hreinritað kvæði sín“,
bls. 309.
8