Skírnir - 01.01.1978, Page 117
SKÍRNIR
115
SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA
Sóllieima kirkja í Mýrdal ætti ítak í Loðmundarfelli. .(ÁM/
PV I, 278—279). Menn fóru mjög til veiða í hin fengsælu Fiski-
vötn (Veiðivötn) og er ekki óhugsandi að Loðmundi eða afkom-
endurn hans hafi þótt eftir nokkru að slægjast á þessum slóðum.
Nafnmyndir af taginu Bjólfsfjall eru hér nefndar tengdar
eða samsettar en Bjólfur, Náttfari o.s.frv. ótengdar, ósamsettar.
Hvernig eru ofangreind örnefni til komin? Finnur Jónsson
mun hafa verið þeirrar skoðunar að slík ótengd mannanöfn á
fyrirbrigðum í náttúrunni ættu oftast eða alltaf rætur að rekja
til samsetninga. Samsetta myndin Bjólfsfell (-fjall) var sam-
kvæmt þessu upprunalegt heiti fjallsins, hin ósamsetta mynd
Bjólfur aðeins stytt útgáfa. I grein um íslensk fjallslieiti frá ár-
inu 1932 ritaði Finnur m.a.:
Sá er der endelig nogle höjst mærkelige navne, nemlig mandsnavne, men
de er vist alle at forstá som forkortelser af sammensætninger med jjall. De er:
Bjólfr, Eilifr, Jörundr, Eggert, Hálfdan, Loðmundr. Dertil slutter sig det
fuldkommen uforstáelige Lúdent (1932, 37).
Árið 1939 birtist grein eftir Ólaf Lárusson um íslensk ör-
nefni. Þar tók liann m.a. dæmi af fjallsheitunum Þorbjörn, Jör-
nndur og Hálfdan og ritaði: „Disse Navne er sandsynligvis For-
kortelser (Þorbjörn = Þorbjarnarfell)“ (1939a, 70—71).
1.2. Ótengd nöfn þekktra íslendinga gefin sem ömefni
á 17.—20. ölð
Þeir sem fjallað hafa um ofangreind örnefni virðast flestir
hallir undir skoðun þeirra Finns og Ólafs um styttingar. Eng-
ar heimildir munu þó til sem sýni að örnefnin hafi upp-
runalega verið samsett og í einu dæma Finns er þessu víslega
ekki þannig farið. Þar er um að ræða heitið Eggert. Þorvaldur
Thoroddsen náttúrufræðingur kannaði Ódáðahraun sumarið
1884. Fjalli einu sem nafnlaust reyndist lýsti hann svo í frásögn
af ferðinni: „Það er rúm 4000 fet á hæð og einna hæst í Herðu-
breiðarfjöllum; kölluðum við það Eggert (eptir Eggerti Ólafs-
syni)“ (1886,128). Einnig nefndi Þorvaldur nafnlaust fjall eitt í
grennd Kerlingarfjalla eða tind þess Ögmund eftir samferðar-