Skírnir - 01.01.1978, Page 118
116
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
manni sínum Ögmundi Sigurðssyni skólastjóra (d. 1937) (Árb
1933—1936, 101; Fí 1942, 18). Framan við Rauðanúp á Mel-
rakkasléttu er sjávardrangur mikill sem sumir vilja nefna Jón
Trausta til lreiðurs við skáldið sem þarna bjó eigi langt frá (FÍ
1965, 75). I Svarfaðardal þekkist áþekkt dæmi nýlegt. Gangna-
menn úr dalnum hafa nefnt hnjúk einn fyrir botni Skíðadals
Steingrím eftir Steingrími bónda Eiðssyni á Ingvörum. Árið
1973 hafði hann verið gangnaforingi í um 30 ár (FÍ 1973, 100).
Samsýslungar fjallsins Eggerts eru fjöllin Sighvatur, Eilífur
og Jörundur. Þorvaldur hefur kannast við þessi fjallsheiti þegar
hann nefndi Eggert. Eins hefur hann kannast við Loðmund í
Kerlingarfjöllum, fjall sem svo mun liafa heitið frá fornu fari.
(Annar Loðmundur er á Landmannaafrétt sem áður gat.) Er
fjarska líklegt að Loðmundur í Kerlingarfjöllum hafi haft áhrif
á nafngiftina Ögmundur. Þetta kann að vekja grun um að að-
ferð Þorvalds að nefna fjöll eftir mönnum með ótengdum nöfn-
um þeirra hafi verið ný, tekin upp fyrir áhrif frá styttum fjalls-
heitum. Dæmin sanna að aðferðin var ekki ný.
í landi Hofs í Öræfasveit er stór steinn sem heitir Pdll Arason.
Skammt frá honum er annar steinn sem heitir Benedikt. Sig-
urður Björnsson í Kvískerjum segir að það sé gömul sögn í
Öræfasveit að Páll nokkur Arason hafi á yngri árum stokkið af
steininum yfir götu þá sem liggur við steininn. Þetta þótti vel
gert og hlaut steinninn nafn eftir Páli. Páll slasaðist í stökkinu
og bar menjar þess til æviloka að sögn Sigurðar. Hér mun um
að ræða Pál Arason sem bóndi var að Svínafelli. Hann fæddist
1772 og dó 1844 (sbr. sóknarmannatal). Um tildrög nafnsins
Benedikt mun ekkert vitað.
í grein sem nefnist „Örnefni á nokkrum eyjum á Breiðafirði“
fjallar liöfundur, Andrjes H. Grímólfsson, m.a. um örnefni í
Hrappsey á Breiðafirði og ritar:
Gömlu Hrappseyingar höfðu fyrir vana, þegar sjófarendur settu upp á
steina í Hrappseyjarlandareign, þá nefndu þeir steinana nöfnum þeirra úr
því (Árb 1927, 68).
Þannig var um steininn Nikulás sem heitinn var eftir Nikulási
Ólafssyni á Hóli í Hvammssveit (f. 1806). Steinninn Sturlaugur