Skírnir - 01.01.1978, Page 120
118
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
sem bjó í hjáleigu frá Kirkjubóli skv. manntali 1703 (JÁ III,
651, skýr. við 509). Á korti Björns Gunnlaugssonar nefnist hver-
inn Gunna (um 1850).
Ingimundur heitir steinn eða klettstandur hjá bænum Stein-
um undir Eyjafjöllum. Er þess getið í þjóðsögum að þar hafi
Ingimundur nokkur verið tekinn af lífi og steinninn hlotið
nafn af því (JÁ IV, 126).
Þorvaldsen heitir klettahlein við sjó í landi Sellátraness í
Rauðasandshreppi en í Arnarfirði er klettadrangur sem nefnist
Helgason (Fí 1950, 140). Þetta minnir á Thorlacius við Hrapps-
ey en á örnefnið Pál Arason minnir Jún Þorvarðarson. Svo nefn-
ist varða í Selárdal. Um tildrög þessara nafna er mér ekki kunn-
ugt en augljóst er að þau eru gefin eftir nöfnum manna sem
einhvern tíma voru uppi og gáfu e.t.v. tilefni til nafngiftanna
með athöfnum sínum. Slíkar athafnir gátu verið daglegt strit,
sbr. að í landi Hvamms í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði er tún-
blettur sem Gvendur heitir eftir samnefndum manni sem sló
þennan blett sumrum saman í kringum 1870. I landi Votmúla
í Flóa er engjastykkið Sturlakompur og vestan við það á merkj-
um móti Vesturbæ er varðan Sturla. Giskað hefur verið á að
hún sé kennd við Sturlaug Ólafsson sem bjó í Votmúla 1681.
1. 3. Náttúrunafnakenningin
Ofangreind dæmi sýna að staðir í náttúru hlutu mannanöfn
ótengd eftir vissum mönnum allt frá 17. öld eða fyrr. Um þetta
virðist Finni Jónssyni hafa verið ókunnugt því að hann gerði
aðeins ráð fyrir breytingu (styttingu) úr samsettu örnefni í ósam-
sett. Ólafur Lárusson taldi þetta líka sennilegustu skýringu á
tilvist ótengdra mannanafna meðal örnefna. Ályktun hans var
e.t.v. eðlileg, samsett örnefni eru miklu fleiri en ósamsett og
hin ósamsettu eru líklega flest náttúrunöfn eða líkingarnöfn
(Hestur, Göltur, Galti, Stakkur, Sáta, Kerling, Prestur, Strákur,
Hekla, Höttur, Fótur, Öxl o.s.frv.). Þorbjörn heitir fjall hjá
Grindavík, einnig nefnt Þorbjarnarfell. Fyrir flestum mun vefj-
ast að sjá líkingu með fjallinu og manni (einhverjum Þorbirni).
Munu því flestir hafa ályktað með Ólafi Lárussyni að Þorbjörn