Skírnir - 01.01.1978, Page 121
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 119
væri stytt úr Þorbjarnarfell og fjallið væri kennt við einhvern
Þorbjörn.
Haustið 1966 setti Þórhallur Vilmundarson fram náttúru-
nafnakenningu sína og tóku þá skoðanir margra að breytast um
þetta. Samkvæmt kenningunni er styttri myndin Þorbjörn upp-
runaleg og ber að skoða sem líkingarheiti (sbr. björn). Sömu-
leiðis á örnefnið Bjólfur í Seyðisfirði að vera líkingarheiti (sbr.
úlfur). Nafn grjóthólsins Náttfara skal lúta að ljósum lit hans.
1 fyrirlestrum sínum hefur Þórhallur einnig skýrt örnefnin Þur-
íður, Þrándur og Geirólfur sem náttúrunöfn. Samkvæmt kenn-
ingunni eru frásagnir Landnámu frá Bjólfi, Náttfara, Þuríði,
Þrándi og Geirólfi uppspuni, örnefnin eru kveikjur sagnanna,
landnámsmennirnir sem Landnáma getur hafa aldrei verið til.
Þórhallur hefur sýnt fram á að menn hafa reynt að lesa úr
örnefnum mannanöfn þar sem um náttúrunöfn var að ræða
(sbr. grein Þórhalls frá 1969 um Hálfdanarörnefni). Slík ör-
nefnatúlkun er alkunna víða um lönd. íslensk dæmi um gagn-
stæða áráttu finnast þó t.d. frá 17. öld (náttúrunöfn lesin úr
mannanöfnum). Er vant að sjá hvor áráttan hefur verið ríkari
og skal eigi um það fjallað hér.
1. 4. Nöfn sótt til ættartalna og sagna 11. aldar
Sé náttúrunafnakenningin rétt verður að hafna Landnámu
sem sagnfræðilegri heimild um fjölmarga landnámsmenn. Talið
er víst að frumgerð Landnámu hafi verið fest á skinn á dögum
Ara fróða (d. 1148). Kolskeggur fróði var heimildarmaður um
landnám á Austfjörðum sunnan Húsavíkur að því er Landnámu-
gerðir herma. Hann var samtímamaður Ara fróða en þó vafa-
lítið nokkru eldri og talið ósennilegt að hann hafi lifað langt
fram yfir 1130 (iF I, CVII). Að sögn allra gerða Landnámu var
Bjólfur, landnámsmaður í Seyðisfirði, fóstbróðir Loðmundar í
Loðmundarfirði. Bjólfur á að hafa búið alla ævi í Seyðisfirði
eftir landnám. Frá ísólfi syni hans voru komnir Seyðfirðingar að
sögn Landnámu. Einn þeirra var e.t.v. Kolskeggur fróði, afi
hans var Þórarinn í Seyðisfirði. Frásögnin frá Bjólfi ber merki
Kolskeggs (getið stærðar landnáms, sonar, ættar). Sé einhver