Skírnir - 01.01.1978, Page 125
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 123
Við Borgundarhólm í Danmörku er sker sem nefnist Timan,
blindsker sem fyrst getur árið 1676. Nafnið er þekkt ættarnafn
í Rönne á Borgundarhólmi (DS nr. 10, 29). Hjá Frederikshavn
(Hjörringamti) er steinn sem í elstu heimildum nefnist Död
Anders. Þarna fannst lík Andrésar að sögn en hann átti að hafa
unnið að skansgerð á eyju skammt undan á f.hl. 18. aldar
(Schmidt 1932, 213—214). Rasmus Möller er blindsker hjá Drag-
eyri sem líklega heitir eftir skipstjóra sem þarna bjó 1787. Til-
efnis nafngiftar er ekki getið en eitthvert óhapp við skerið er
líklegt tilefni og e.t.v. líka í tilviki Timans. Þó er rétt að benda
á að boði einn í Eyrarsundi heitir Gustav af Klint eftir sænskum
aðmíráli (getið 1843) en Dannenskjold er annar boði í Eystra-
salti og heitir eftir Fr. Dannenskjold (d. 1770). Þessi nöfn munu
gefin í heiðursskyni (Grandjean 1945, 207, 306, 394). Góð dæmi
um slíkar nafngiftir eru nöfn tveggja virkja sem Danir reistu
í Marstrandsstað í Svíþjóð í Skánarstyrjöld 1677—79. Annað
nefndist Antonetta, ríkisstjórinn sjálfur, Gyldenlöve, gaf nafnið
eftir festarmey sinni Antoinette Augusta af Aldenburg. Hitt
virkið hlaut nafnið Gyldenlöve (Ortn V, 117, 120).
Hér að framan hafa slysfaranöfn einkum verið tengd skerjum
eða klettum við sjó. Dæmið af Páli Arasyni má þó líklega túlka
þannig að slysfarir á landi hafi orðið tilefni nafngifta af því
tagi sem hér er til athugunar. Á Borgundarhólmi er gamalt,
holt, klofið eikitré sem nefnist Brœndte Ole. Sagan segir að einu
sinni þegar Borgundurum hafi orðið vel ágengt í uppreisn gegn
Svíum hafi sænskur hermaður komist undan. Seinna klauf eld-
ing eikitréð og fundust þá í holum stofni þess bein og sænsk
herklæði. Ola hét hermaðurinn sem komst undan og þótti mönn-
um ljóst að hann hefði falist í trénu en ekki komist út. Trésins
er getið í heimild frá 1818 með þessu nafni (DS nr. 10, 363).
Slys og líflát gátu þannig valdið nafngiftum ótengdra manns-
nafna hvort sem var á landi eða sjó (sbr. steininn Ingimund
undir Eyjafjöllum).
I Noregi finnast nokkur dæmi á Voss og þar í grennd um
ótengd nöfn á vörðum. Gjukastein hefur dæmi frá Hamlagrö
milli Voss og Dale (1941, 69—71). Þar er varða á stöðulvegi sem
Rasmusen nefnist. Varðan er talin sækja nafn sitt til Rasmus