Skírnir - 01.01.1978, Side 126
124
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
Arneson sem bjó í Nesthus 1695 og var því samtíðarmaður
Sturlaugs Ólafssonar sem e.t.v. hlóð Sturla. Gjukastein segir
frá vörðunum Mons og Kari, hvorri við annarrar hlið í Kváls-
dalane og ritar: „Det var mann og kona som heitte so; dei levde
omkring 1800“ (70). Ekki fjarri Rasmusi er varðan Krohn sem
hét eftir Wallert Henrik Krohn lækni (f. 1858).
Ekki koma fram neinar skýringar á vörðunöfnum þessum,
þess aðeins getið að Krohn læknir hafi farið gönguferðir á slóð-
um vörðunnar. Má vera að Rasmus og Krohn hafi hlaðið sam-
nefndar vörður. Nöfnin kunna og að hafa verið gefin í heiðurs-
eða minningarskyni.
Að framan var sagt frá túnblettinum Gvendi og að Mosfelli
í Mosfellssveit er „stykki“ sem nefnist Klœngur, e.t.v. eftir manni
sem við það vann. I greininni „Teigenamn pá Voss“ ritar Hegg-
stad: „Teigar fekk ofte namn etter plassefolk som hadde det til
pliktarbeid á skjera eller slá der“. Finna má a.m.k. 20 dæmi á
Voss og Hörðalandi um akra sem hafa ótengd mannanöfn (Hegg-
stad 1925b og 1949; Hodnekvam 1971). Sex dæmi dönsk þekkj-
ast um þetta (DS nr. 4, 123, 160, 662; nr. 10, 327).
Þá er lokið að skýra frá þeim norrænu dæmum sem fundist
hafa utan íslands um ótengd mannanöfn sem gefin hafa verið
sem örnefni af þekktu tilefni eða trúverðugar skýringarsagnir
fylgja. Næst skal vikið að öðrum norrænum dæmum án skýr-
ingarsagna, flokkun þeirra og fjölda dæma og íslensk dæmi tekin
til samanburðar.
2.2. Önnur norræn dæmi borin saman við íslensk,
flokkun og fjöldi dæma
2.2.1. Sker og fjörusteinar
Mjög algengt er að boðar, sker, hólmar, sjávarklettar, drang-
ar, fjörusteinar, klappir við sjó og tangar beri mannanöfn ósam-
sett, ekki aðeins á íslandi heldur líka í Noregi og Svíþjóð. Fær-
eysk dæmi þekkjast og nokkur dæmi dönsk til viðbótar við ofan-
greind. í eftirfarandi tölum yfir þetta er bætt við fáeinum dæm-
um um steina í ám og vötnum.
Áður var getið 11 dæma íslenskra, þar af 10 sem sagnir fylgdu
eða vitneskja var við bundin. Dæmin voru Nikulás, Sturlaugur,