Skírnir - 01.01.1978, Side 127
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNAMA 125
Magnús, Tliorlacius, Órækja, Torfi, Hjalti, Þormóður, Gissur,
Þorvaldsen, Jón Trausti. Hér má bæta við 24 dæmum (sjá 1
aftast).
Örnefnin 35 eru ekki fundin við kerfisbundna leit heldur
aðeins leitað þar sem líklegt var að eitthvað fyndist, einkum við
verstöðvar og aðra útróðrastaði.
Flest örnefnin í yfirlitinu munu vera slysfaranöfn. Rök þess
eru m.a. að kvennafn er aðeins eitt en konur voru miklu sjaldn-
ar á sjó en karlar.
Norsk örnefni af þessu tagi hafa fundist 32, sænsk 42, dönsk
átta og færeysk sex.2 Alls er um að ræða 88 dæmi en íslensku
dæmin voru 35, samtals 123 dæmi.
2. 2. 2. Fjöll og tindar
Þessi flokkur skiptir allmiklu máli fyrir rannsóknina því að
hér eru einkum til athugunar sjö örnefni og eru sex þeirra
ótengd fjalla- og tindaheiti sem setja má í samband við persónur
á landnámstíma á Islandi. Auk þessara sex hafa fundist fjalla-
og tindaheitin Jóreiður, Þorfinnur og Jörundur vestra, Arn-
finnur, Sigga, Vigga og Loki nyrðra og einnig Sighvatur, Eilífur
og Jörundur auk Steingríms og Eggerts sem áður gat. Á Aust-
fjörðum eru Gunnhildur, Örnólfur, Njáll og Bera og Gunnar
(líka Gunnarstindur) en nálægt Grindavík Þorbjörn sem áður
gat og þar hjá Þórður (líka Þórðarfell). Inni á hálendi eru
Ögmundur og Loðmundar tveir sem áður gat en líka Eyvindur
og Flalla, nýleg nöfn í Kerlingarfjöllum.
í Noregi má finna fjöllin og tindana Astria (Ástríður), Elias-
(en), Andotten (Öndóttur Hjaltur er nefndur í Sturlungu),
Ramoen (Hrómundur) og Tormoden. í Færeyjum eru Mósus
(hryggur) og Bár (Bárður).3
Oft hafa menn líklega þóst sjá mannsmót á háum og mjóum
tindum. Hið sama gildir um vörður.
2. 2. 3. Vörður
Vörður með ótengd mannanöfn virðast á Islandi fremur bera
kvennanöfn en karla. Virðist og íslensk venja að tala um vörður