Skírnir - 01.01.1978, Page 129
127
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNAMA
1 Færeyjum og Danmörku er vel þekkt að gefa fiskimiðum
ótengd nöfn veiðimanna en ekki hef ég fundið íslensk dæmi
slíks. Ótengd mannanöfn sem heiti fjalla og tinda virðast tíðari
á íslandi en annars staðar.
Ljóst er að siður sá að gefa mannanöfn ótengd sem örnefni
er samnorrænn. Þótt margt sé líkt virðist siðurinn í sumum
atriðum hafa þróast nokkuð með sínum hætti á hinum ýmsu
svæðum. Þetta bendir til að hann geti verið forn og skal næst
vikið að aldri.
4. ALDUR
Tvö af nöfnum íslensku skerjanna eru allfornleg, Gálmur og
Karkur. Mannsnafnið Gálmur þekktist á 12. öld (Sturl. I, 190)
og Karkur hét þræll Hákonar jarls (á 10. öld). Þessi nöfn hafa
varla verið notuð mikið á seinni öldum, hafi þau þekkst. Getið
var um klettinn eða steininn Þjóðólf á skeri við Bolungarvík.
Hans getur í heimild frá 1564 (DI XIV, 291, 293,299). Olavius
getur um sjávarklettinn Andrés í ferðabók sinni um 1775. Elst
norskra dæma um sker og sjávarkletta er dæmi frá árinu 1658,
elstu sænsk dæmi frá 1659, 1702 og 1748 en þau dönsku frá 1644
og 1676. Vegna þessa mætti e.t.v. hugsa sér að siðurinn hafi
borist frá Danmörku um aldamótin 1600 til Svíþjóðar og Noregs
og loks með Dönum til Islands. Örnefnin Þjóðólfur, Gálmur og
Karkur mæla gegn þessu, siðurinn er vafalítið eldri.
Dæmin um Gyldenlöve og Antonettu og vörðuna Rasmus (og
Sturla?) eru öll frá 17. öld en sýna þó ekki að um sé að ræða
nýjan sið þá. Verður að muna að rituðum heimildum fjölgar
um flesta hluti á 17. öld.
Af öðrum erlendum örnefnum er Andotten einna fornlegast.
Af íslensku örnefnunum sjö sem hér eru einkum til athugun-
ar er Geirólfs getið fyrst í heimildum eða árið 1397 (DIIII, 139).
Hér mun átt við ávalt fjallið ofan Geirólfsni'ips (sbr. FÍ 1949,
186). í Landnámu, S og H (hér eftir notað um Sturlubók og
Hauksbók) stendur: „Geirólfur hét maður er braut skip sitt við
Geirólfsgnúp ...“ (ÍFI, 197). Þetta bendir til að örnefnið Geir-
ólfur hafi þekkst á dögum höfunda Landnámugerða á 13. öld.