Skírnir - 01.01.1978, Page 130
128
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
Hinna örnefnanna sex getur seint, Loðmundar í byrjun 18. ald-
ar, sem fyrr gat, Náttfara um miðja öldina en Önundar, Þuríðar,
Bjólfs og Þrándar enn síðar. Óbein rök sýna þó að Þuríður
liafi nefnst svo um 1500 (sbr. síðar). Þuríður er tindur eða drang-
ur ofarlega í Óshorni og blasir við frá þorpinu Bolungarvík
handan víkurinnar. Við Þuríði voru miðuð dagmál á sólu og
bendir það til að örnefnið sé mjög gamalt. Önundur gnæfir
yfir í Önundarfirði og Bjólfur í Seyðisfirði en Þrándur blasir
við í fjölbyggðum sveitum austast í Árnessýslu. Aðstæður allar
benda til að þessi örnefni séu gömul.
Aðstæður og umhverfi geta oft saman með öðru veitt vís-
bendingar um háan aldur örnefnis. Þorfinnur, 698 m, gnæfir
yfir fremst í Valþjófsdal í Önundarfirði. Bærinn Þorfinnsstaðir
er undir tindinum og má sjá af heimildum að hann liafi nefnst
svo á seinni hluta 14. aldar (DIIV,354;VIII,339). Spyrja má
hvort bærinn sé kenndur við einhvern mann sem Þorfinnur hét
eða við tindinn. Við Hornbjarg er tindur sem nefnist Jörundur.
1 munnmælum segir að Jörundur landnámsmaður á Horni
(ekki getið í Landnámu) klifi tindinn og „mælti svo fyrir að
hann skyldi eftir sér heita“ (FÍ 1949,166). Svipuð sögn er til um
Þorfinn (Vestf.sagnir II, 83). Ekki er víst að þessar sagnir séu
mjög ungar því að í Mikjálssögu sem talin er rituð á íslenskn
í síðasta lagi um 1350 segir frá fjallinu Garganus sem hét eftir
manni þeim á Ítalíu sem átti það (Saga 1972,59). Sú skoðun að
ótengd nöfn manna á stöðum í náttúru táknuðu yfirráðarétt
þeirra yfir stöðunum er því gömul.
Þorfinnsstaðir voru 24 hundraða jörð snemma á 15. öld og
hafa vafalítið verið komnir í byggð um 1100 þegar þingfarar-
kaupsbændur voru allt að 4560 og urðu vart fleiri síðan. Höf-
undar Landnámu geta ekki um neinn Þorfinn landnámsmann
á þessum slóðum enda hefði landnámsmaður í Valþjófsdal vart
búið á 24 hundraða jörð.
Jörðin Þorfinnsstaðir gæti verið kennd við fjallið. Sú tilgáta
er til að stofninn finn í indóevrópskum málum merki „fjall“
(sbr. de Vries 1962). Hin rétta merking mun nú talin vera „rakur,
illþefjandi (eða rotnandi) skógur“ („feuchter, modriger Wald“,
Bahlow 1965). Skógi vaxnar hæðir gátu hlotið nafnið á Þýska-