Skírnir - 01.01.1978, Side 131
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 129
landi (Finne, sbr. og Finnland). Þetta á ekki við um fjallið eða
tindinn Þorfinn né heldur Arnfinn, hnjúk sem nær 854 m yfir
sjó og er á stjórnborða þegar siglt er inn í mynni Ólafsfjarðar.
Hnjúkurinn er í Arnfinnsfjalli sem einnig nefnist Finnurinn.
Olavius getur um „Udhukken" (útmúlann) Arnfinn og Arn-
finnsnes í bók sinni frá 1780 (286, 287). Arnfinnsfjall virðist því
vera lengt nafn. Höfundur sóknarlýsingar frá 1839 telur rétt
nafn vera Árfinnur (Sýslu- og sóknalýsingar Eyjafjarðar 52).
Næstu bæir við Finninn eru Ytri-Á nær og Syðri-Á fjær undir
Syðriárhyrnu (724 m). Nafn Arnfinns kann að hafa breyst í Ár-
finnur fyrir áhrif frá Árhyrnu.
Sömu rök gilda urn Arnfinn og Þorfinn, allar aðstæður benda
til að nöfnin séu gömul. Má vel vera að Þorfinnur liafi heitið
stórbóndi í Valþjófsdal við Önundarfjörð á 10. öld, tindurinn/
fjallið nefnst eftir honum en jörðin Þorfinnsstaðir deilst út úr
stærra landi síðar og verið kennd við fjallið eða tindinn.
Landnáma getur þess að Þorfinnur sonur Þorbjarnar blesa
landnámsmanns byggi á Þorfinnsstöðum, víst í Norðurárdal, og
rekur ættir frá þeim feðgum (ÍF I, 87).
1 örnefnaskrá Álftafjarðar á Snæfellsnesi stendur:
Kári er klettahnúkur í Kárafelli í landi Kársstaða. í fellinu er gilið Geirvör
og skriða samnefnd.
Árni Thorlacius segir hið sama í örnefnaritgerð frá 1861, að
Geirvör sé bæði gil og skriða sem úr því hafi fallið (Safn II, 284).
Örnefnið Geirvör er ekki yngra en frá fyrri hluta 13. aldar því
að það kemur fyrir ótengt í Eyrbyggju. Þar segir einnig:
Kár, sonur Þórodds, tók við búi eftir föður sinn í Álftafirði og bjó þar
lengi síðan og við hann er kenndur bærinn á Kársstöðum (ÍF IV, 176).
Eyrbyggja telur föður Kárs, Þórodd, son Þorbrands Þorfinns-
sonar, Finngeirssonar í Álftafirði. 1 S og H af Landnámu er
ættfærslan líka Þorbrandur, Þorfinnur, Finngeir en í Melabók
Þorbrandur, Vébrandur, Úlfar og þar er Kár talinn sonur Þor-
brands (ÍFI, 126—127). Hér skiptir máli að í Álftafirði mun
hafa búið maður, sem Kár hét, líklega í þriðja lið frá landnáms-
manni og þar hét aðalbýlið Kársstaðir. Þess eru dæmi að land-
9