Skírnir - 01.01.1978, Page 132
130
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
námsbæir hlytu nöfn af mönnum í öðrum og þriðja lið frá frum-
byggja (IF I, 233, 276—279). Bærinn hefur heitið í Álftafirði þar
til nauðsynlegt var að kveða nánar á um heitið, líklega þegar
bæjum fjölgaði í firðinum (sbr. Örlygsstaði og Úlfarsfell sem
getur í Eyrbyggju). Kári er hliðarmynd af Kár (báðar myndir
eru notaðar í Landnámu um Kára son Hrúts Herjólfssonar).
Samband hlýtur að vera milli Kárs á Kársstöðum og hnjúksins
Kára þannig að annar heiti eftir hinum. Kári er mjög trúlega
eldra örnefni en Kárafell (sbr. Arnfinn og Arnfinnsfjall).
Island var vafalítið orðið allþéttbýlt fyrir landnám á Græn-
landi. Örnefnin Kári, Önundur, Þorfinnur, Þuríður, Geirólfur,
Bjólfur og Þrándur hafa vel getað verið til fyrir 980. Sá siður að
gefa mannanöfn ótengd sem örnefni hefur vafalítið verið al-
þekktur á landnámstíma með norrænum þjóðum. Megi marka
Hávamál og aðrar heimildir víkingaaldar vildu menn 10. aldar
afla sér nafnfrægðar. Ættarbönd rofna og meira ber þá en áður
á persónunöfnum í örnefnum (Olsen 1939, 25—27). Kársstaðir,
Kári og Þorfinnur, svo að eitthvað sé nefnt, eru e.t.v. dæmi um
að menn vildu láta sín getið í örnefnum á 10. öld. Örnefnin sjö,
að Náttfara e.t.v. undanskildum, hafa því vel getað verið til á 10.
öld og er það sennilegast.
5. LENGING OG STYTTING
Til lítils er að fjalla um örnefnin sjö og önnur slík örnefni
og nefna þau ótengd ef rétt er sem Finnur Jónsson taldi og Ólafi
Lárussyni fannst mega vera að þau væru stytt úr samsettum ör-
nefnum.
Skv. jarðabók Árna og Páls var Loðmundur nefndur Loð-
mundarfell og Bjólfur nefndist og Bjólfsfell (-fjall). Elsta dæmi
um ótengd örnefni sem gæti verið gefið eftir vissri persónu er
Geirvör frá fyrri hluta 13. aldar eða eldra. Hvort það er stytt ör-
nefni eða hvort Bjólfsfell er upprunalegra en Bjólfur er bágt um
að dæma og eins um Loðmund og Loðmundarfell en benda má á
að í fornu máli var ýmist talað um Fenrisúlf eða úlfinn Fenri,
Manarey eða eyna Mön, Gjallarhorn eða hornið Gjöll o.fl. í
þeim stíl (sbr. Völuspá SN 75). í nútímamáli er ýmist talað um