Skírnir - 01.01.1978, Page 133
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 131
borgina París eða Parísarborg en tilfinning manna virðist hafa
sljóvgast fyrir fyrirbrigðum af þessu tagi. Vel má vera að tví-
myndir hafi verið algengari í örnefnum að fornu. Surtshellir
í Borgarfirði er einungis nefndur því nafni á seinni tímum.
Á þjóðveldistíma var því trúað að í hellinum byggi vætturin
Surtur. 1 Landnámu segir um mann einn: „Þá fór hann upp til
liellisins Surts og færði þar drápu þá, er hann hafði ort um
jötuninn í hellinum“ (ÍF I, 240). Hellirinn hefur heitið Surtur
eins og vætturin enda er í Sturlungu getið um hellinn Surt
(I, 395). Hér er vafalítið um að ræða lengingu, Surtur verður
Surtshellir. Nöfnin Bjólfur og Bjólfsfell virðast alveg sambæri-
leg nema hvað örnefnið Bjólfur hefur ekki fallið úr notkun á
seinni öldum eins og Surtur. Þetta veitir hugmynd um að fjöl-
mörg ótengd örnefni sem gefin hafa verið eftir mönnum hafi
lengst, orðið samsett og ósamsettu myndirnar týnst.
Fjögur af nöfnum sænsku og norsku skerjanna, boðanna og
sjávarklettanna eru líka til samsett svo að eðlilegt er að spyrja
lrvort eða hversu oft sé um að ræða styttingar. Indrebö sem ritaði
um skerjagarðsnöfn í Oslóarfirði taldi ótengdu mannanöfnin
stytt (1929, 235 og 236). Lindroth sem ritaði um skerjagarðsnöfn
í Tjörn í Gautaborgar- og Bághúsléni var sama sinnis (1922, 16).
Þeir töldu samsettar myndir hafa orðið ósamsettar, Bengtbáden
varð Bengten. Modeér sem ritaði um smálensk skerjanöfn trúði
líka á styttingar en ekki niðurfall liða („ellips") heldur hét að
hans hyggju hólminn Per Mánsson fullu nafni „holmen med
liket efter Per Mánsson" (1933, 26). Fleiri héldu ákaft fram
styttingarkenningu svo að Finnur Jónsson og Ólafur Lárusson
voru ekki einir á báti. Per Hovda gagnrýnir styttingarkenningu,
einkum þá niðurstöðu Lindroths að: „En ort kan námligen inte
direkt kallas blott med en persons namn“. Hovda finnst sem
von er dæmið um Alven og fleiri dæmi afsanna þessa fullyrð-
ingu með öllu. Hins vegar telur hann að ósamsett nöfn eins og
Alven hafi átt örðugt uppdráttar nema á þröngu svæði þar sem
ástæður nafngiftar voru þekktar. Þó telur hann að ósamsett nöfn
liafi helst náð fótfestu á eyjum, hólmum og nesjum þar sem
fólk ferðaðist um. Ekki finnst Hovda bót að kenningu Modeérs,
sbr. um Per Mánsson (Hovda 1944, 42—43).