Skírnir - 01.01.1978, Page 135
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 133
6. TILEFNI
6.1—3. Yfirlit
Ótengd mannanöfn hafa oft verið gefin sem örnefni af sama
eða svipuðu tilefni á hinum ýmsu stöðum á Norðurlöndum.
Slysfaranöfn virðast einna tíðust. „Venja Hrappseyinga" hefur
verið allalgeng við Oslóarfjörð og í Svíþjóð. Islensku dæmin um
Þjóðólf, Kark og Gálm benda til að um sé að ræða fornan, sam-
norrænan sið.
í öðru lagi gátu venjubundin eða hefðbundin störf valdið því
að staður í náttúru hlyti mannsnafn ótengt. Gvendur hafði fyrir
venju að slá sama blettinn, mönnum á Voss var ætlað að vinna
á ákveðnum ökrunr og engjum sem tóku nöfn þeirra ótengd, og
veiðistaðir hlutu ótengd nöfn þess fólks sem var vant að veiða á
þeim, hafði e.t.v. í sumum tilvikum fundið staðina eða helgaði
sér þá af einhverjum orsökum. Nafnið gat þá táknað umráðarétt.
í þriðja lagi gátu nöfn verið gefin í heiðursskyni, ótengd, og
er Antonetta gott dæmi um slíkt og eins Steingrímur.
1 fjórða lagi gat eitt nafn kallað á annað og skal vikið nánar
að því.
6. 4. Eitt nafn kallar á annað
I S-Þingeyjarsýslu eru fjöllin Sigga og Vigga hvort hjá öðru
en í nyrðri sýslunni er fjallið Loki. Þar skammt frá er lækurinn
Baldur. Hefur annað nafnið líklega kallað á hitt og eins hefur
annað nafnið Sigga eða Vigga fætt af sér hitt að líkindum, þ.e.
annað nafnið gefið með hliðsjón af hinu (Fl 1969, 84; FÍ 1965,
86).
Nöfnin Loðmundur annars vegar og Sighvatur, Eilífur og
Jörundur hins vegar hafa líklega örvað Þorvald Thoroddsen til
að gefa nöfnin Ögmundur og Eggert sem fyrr gat. Líklegt er að
eitt nafnanna Sighvatur, Eilífur eða Jörundur hafi kallað á hin
tvö, fjöllin misstór en sviplík, Eilífur og Jörundur hvort nálægt
öðru og Sighvatur ekki allfjarri. Svipuðu máli gegnir vafalítið
um þrjá bautasteina á Borgundarhólmi Store Stine, Krogede
Didrik og Strage Mads (DS nr. 10) sem eru hver hjá öðrum eða
Karna og Greta Bojlj.6 Boðarnir Gröne Gunne og Junge Jan eru