Skírnir - 01.01.1978, Page 136
134
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
hvor nálægt öðrum hjá Styrsö í Askimhéraði í Svíþjóð (Ortn III)
og eins mun skammt á milli skersins Jans og boðans Bengts hjá
Hermansö (Lindroth 1922). Tilvist eins nafnsins kann að hafa
hvatt til að annað var gefið. 1 Færeyjum voru skerin Hans og
Pól saman.2 Dæmi um pör voru nokkur: Adam og Eva (tvisvar)
og Hans og Elna (DS nr. 10) á Borgundarhólmi, Mons og Kari
á Voss og Antonetta og Gyldenlöve.
Inni hjá Kerlingarfjöllum á íslandi eru tvö fjöll saman, heitir
annað Eyvindur en hitt Halla eftir hinum frægu útlögum og
eru þetta nýlegar nafngiftir (Fí 1942, 20). Austur á landi eru
tindarnir Njáll og Bera hvor hjá öðrum. Hefur annar líklega
hlotið nafn með hliðsjón af hinum og þá e.t.v. eftir þekktum
persónum. Verður þetta að teljast líklegt sé borið saman við
Mons og Kari, Antonettu og Gyldenlöve, Adam og Evu, Eyvind
og Höllu. Eins má telja mjög líklegt að Hans og Elna hafi verið
þekkt par á sinni tíð á Borgundarhólmi. Bera er smátindur en
Njáll hins vegar hár og mjór, líkur drangi (Breiðdæla 30). Við
Selá í Breiðdal í um 8 km loftlínu frá Njáli og Beru er Gunnars-
tindur. Hann er og nefndur Gunnar (Sigf. Sigf. IX, 18). Vel má
vera að þekking á Njálssögu valdi nokkru um. Sveitungi Njáls,
Beru og Gunnars er Röndólfur, mjór tindur. Stefán Einarsson
telur líklegt að hann heiti eftir Röndólfi í Göngu-EIrólfssögu,
sem er lýst sem hinu mesta trölli, enda minni tindurinn á stein-
tröll. Nafnið er einkum tengt Normandí (Randulf) en íslenskra
berenda ekki getið að sögn Stefáns (Breiðdæla 29—30). Eins og
parið Njáll og Bera virðast hafa getið af sér fleiri nöfn er trúlegt
að vörðuheitið Smörmagli hafi orðið til fyrir áhrif frá Mons og
Kari í sömu sveit.5 Vörðurnar Þóra, Gróa og Dana bera nöfn
sem kallað hafa hvert á annað.4 Enn má nefna að Valþjófur
(sbr. síðar), Önundur og Þorfinnur eru samsveitungar að sunn-
anverðu í Önundarfirði og draga dám hver af öðrum, a.m.k.
Önundur og Þorfinnur hvor af öðrum. Sennilega hefur Páll Ara-
son getið af sér nafnið Benedikt með einhverjum hætti.
Sé rétt til getið að nöfnin Njáll og Bera hafi haft áhrif á tilurð
nafnanna Gunnar og Röndólfur er líklegt að parið hafi hlotið
nöfn sín eigi síðar en á hámiðöldum. Nafnið Önundur hlýtur
að vera gamalt og er ótrúlegt að Þorfinnur hafi hlotið nafn sitt