Skírnir - 01.01.1978, Page 139
SKÍRNIR SJÖ ÖRNEFNI OG LANDNÁMA 137
Bondevik ritar um norskan hólma, Skomakaren, þannig:
Dei sora siglde framom Skoraakaren, kasta frá seg smá offerpinnar, som
kanskje skulle representera skopluggar ....
Einnig vitnar hann til sænska erkibiskupsins Olaus Magnus
sem ritaði árið 1555 um „offur“ til vættar sem hafðist við á eyju
í sænska skerjagarðinum og sæfarendur sýndu virðingarmerki
til að afstýra óveðri (1975, 144,143).
Til var að sæfarendur heilsuðu vættum með mikilli alúð og
virðingu. 1 þjóðsögum Jóns Árnasonar segir:
Það er eldgamall siður sem enn helzt við að allir þeir sem til Drangeyjar
fara í fyrsta sinni á vorin heilsi henni og allt eins Kerlingu og Karli [stein-
dröngum við eyna]. Byrjar formaður það fyrstur á hverju skipi og segir:
„Heil og sæl (eða happasæl), Drangey mín, og allir þínir fylgjarar; heil og
sæl (eða happasæl), Kerling mín, og allir þínir fylgjarar; heill og sæll (eða
happasæll), Karl minn, og allir þínir fylgjarar". Síðan hefur hver háseti...
allan hinn sama formála (JÁ I, 200).
Um Hr. Gunnars sten í Svíþjóð er ritað:
Hvergang Fiskere eller Bpnder ror forbi den, lpfter de pá Hatten og hilser
pá Hr. Gunnar. G0r de ikke det, bliver det Uheld i F0lge med dem. Oprinde-
lig har det vel været Stenen, der blev hilst, senere er det Hr. Gunnar (DF
39, 102).
Sunnan Gautaborgar í Askimhéraði er steinn í sjó sem Ger-
trud nefnist (Frölundasókn). Þeir sem fóru fram hjá skyldu
heilsa. Þarna er og Skomakaren „liten kulle i sjön“. Menn skyldu
lyfta hatti og heilsa honum (Ortn III, 151, 168). Frá Noregi
þekkjast dæmi um að heilsað væri á sjó. Bondevik ritar:
I seinare tid prpvde dei eldre á narra dei yngre til á letta pá hatten som ei
vyrdsam helsing nár dei fór framom visse stader (1975, 139).
Sjómenn höfðu ríka trú á skerprestinum í Súlnaskeri í Vest-
mannaeyjum (JÁII, 48). Prestur er algengt í örnefnum á Islandi
og eins í Noregi þar sem eru a.m.k. 5 dæmi um „Presta“ sem
var offrað (Hanssen 1938, 117—118, 120, 121). Frá um 1840 eru
sagnir um hollvætti sjómanna, Flekku við Flekkuvík á Vatns-